Áfram lokað v.Covid en Zumba og jóga á netinu

Í Dans og jóga Hjartastöðinni 29. október 2020

Nú er ljóst að áfram verður stöðin lokuð vegna Covid-19 og ómögulegt að segja til um hversu lengi.

Okkur þykir þetta óskaplega leitt og vildum óska þess að við gætum verið í Skútuvoginum að taka á móti okkar fólki á hverjum degi. Um leið höfum á þessu fullan skilning enda höfum við sjálf kynnst þessari ömurlegu veiru.
Fjölmörg skemmtileg námskeið sem voru nýhafin eða rétt óhafin þegar við lokuðum í lok september hefur verið slegið á frest og 17 opnir tímar sem voru komnir á dagskrá í september hafa fallið niður í hverri viku.
Við viljum biðja alla sem hafa keypt hjá okkur námskeið að sýna biðlund því við munum setja þau öll í gang um leið og það er óhætt og leyfilegt.
Þeir sem ekki geta átt þessi námskeið inni biðjum við að hafa við okkur samband með netpósti.
Klippikortshafar, áskrifendur og árskortshafar láti endilega í sér heyra ef óskað er eftir framlengingu eða öðrum breytingum á kortinu.
Sendið póst á netfangið dansogjoga@dansogjoga.is
Við erum mjög þakklát öllum sem standa með okkur í þessu ástnandi og eru að hjálpa okkur að halda lífi í Hjartastöðinni með því að vera í áskrift eða eiga inni klippikort og námskeið.

Á meðan Hjartastöðin er lokuð ætlum við að bjóða upp á Zumba og jóga tíma í gegn um netið.

Abba jógakennari er með opna og ókeypis jógatíma í gegn um FB síðuna Abba Jógast sem er hér : https://www.facebook.com/Abba-jógast-100237288339532
Næstu tímar eru mánudag og miðvikudag kl. 17:20 og hugsanlega verður tími á sunnudögum.
Zumba stjörnurnar Heiða og Elisabeth halda áfram með dúndur Zumba partý í gegn um Zoom og Jóhann Örn verður líka með. Til að taka þátt í Zumba í gegn um Zoom er nauðsynlegt að skrá sig í tíma á www.dansogjoga.is/timar og nýta þá áskrift, árs- eða klippikort til að taka þátt.
Zumba á Zoom verður næstu mánudaga og miðvikudaga kl. 19 og laugardaga kl. 11 og jafnvel verður fleiri tímum bætt við ef aðsókn er góð.
Að lokum óskum við þess að allir okkar viðskiptavinir gæti sín á veirunni, sinni einstaklingsbundnum sóttvörnum og fari að settum reglum. Við erum öll í þessu saman.
Sjáumst vonandi innan fárra vikna í Dans og Jóga Hjartastöðinni.
Með dans, jóga og kærleikskveðju,Thea og Jói

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *