Allir geta dansað

Frábær þáttur er loftinu á Stöð 2 á sunnudagskvöldum, Allir geta dansað.

Þar kemur skýrt fram hvað það er gaman að læra að dansa og hvað það er gefandi að dansa. Allir njóta þessa þáttar. Áhorfendur, starfsmenn, keppendur, þjálfarar, gestir í sal og dómararnir.

Allir geta dansað er frábær skemmtun og þátturinn kveikir eflaust í mörgum sem sitja heima í stofu og setja sig í spor þátttakendanna og hugsa með sér; þetta langar mig að gera og þetta gæti ég gert!

10 danspör keppast þar við að sýna listir sínar fyrir framan dómnefnd og það í beinni útsendingu. 10 atvinnudansarar voru ráðnir til þátttöku í þættinum og hver þeirra fékk þekktan einstakling með enga dansreynslu til að dansa við.

Hvert par fær einn dans í hverri viku til að æfa, gera úr honum sýningaratriði og dansa það svo í næsta þætti. Atvinnufólkið hefur eytt allri ævinni við þrotlausar æfingar og þau eru afskaplega fær og áhorfendur geta ekki annað en hrifist af færni þeirra og glæsilegri framkomu.

En hinir óreyndu keppendur, Lóa Pind Aldísardóttir fréttakona, Bergþór Pálsson söngvari, Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður, Ebba Guðný heilsu og sjónvarpskokkur, Jón Arnar Magnússson tugþrautarkappi, Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, Óskar Jónasson leikstjóri, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona og Hugrún Halldórsdóttir sjónvarpskona hafa lítið eða ekkert lært að dansa á fullorðinsárum en nokkur þeirra fóru í dansskóla sem börn. Þau sýna og sanna að það geta allir dansað en í viðtölum þakka þau allan sinn árangur kennurunum sínum þ.e. dansfélögunum sem þjálfa þau og sýna með þeim.

Allir geta dansað, allir ættu að dansa og til að læra að dansa vel ( sem er miklu skemmtilegra ) ættu allir að drífa sig í dansskóla og læra af fagfólki.

Í Dans og Jóga Hjartastöðinni geta allir lært að dansa og hvort sem fólk vill fara á námskeið, mæta einu sinni í viku og læra nokkur létt spor eða taka marga einkatíma og ná feiknarlegum árangri, þá er þetta allt í boði.

Danskennarar sem hægt er að læra af í Hjartastöðinni á námskeiðum og í einkatímum eru m.a:

Jóhann Örn Ólafsson hefur kennt þúsundum íslendinga að dansa samkvæmisdans á þeim liðlega 30 árum sem hann hefur starfað sem danskennari. Hann hefur kennt börnum, unglingum og fullorðnum og náð gríðarlega góðum árangri. Allt frá því að kenna fólki sem taldi sig hafa tvo vinstri fætur og engan takt, að dansa fyrir framan gesti í brúðkaupinu sínu og yfir í ungmenni sem unnu til gullverðlauna í Blackpool og víðar.

Javi Valinio er einmitt einn af atvinnudönsurunum í Allir geta dansað. Hann kennir námskeið í Karabískum dönsunum Salsa, Merengue og Bachata með kærustunni sinni Ásdísi Ósk. Þau kenna líka krökkum að dansa samkvæmisdansa auk þess sem Javi kennir Break og Ásdís kennir Jazzballet.

Jóhann Gunnar Arnarsson hefur kennt dans og starfað við danskeppnir og dansskóla í áraraðir auk þess að vera þekktur fyrir störf sín sem Bryti á Bessastöðum og á varðskipinu Þór. Hann er einn af dómurunum í Allir geta dansað og kennir byrjendum og lengra komnum að dansa.

Tinna Rut Pétursdóttir hefur kennt dans hjá Dans & Jóga um árabil auk þess sem hún æfði keppnisdans sem barn og unglingur með góðum árangri.

Ef þig/ykkur langar að læra að dansa hjá frábærum kennurum þá er um að gera að drífa í því að panta tíma og byrja.

Svo má ekki gleyma að stilla á Stöð 2 á sunnudagskvöldum og fylgjast með pörunum flottu sem keppa í Allir geta dansað.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *