Áskorun til allra karla

Hugh Jackman er flottur karl og hann er í hörkuformi. Ein ástæða þess er sú að hann stundar Zumba. Það vekur alltaf athygli þegar karlmenn mæta til okkar í Zumba partý en það er bara vegna þess hve fáir þeir eru. Þegar partýin hefjast pælir enginn í því hver næsta manneskja er. Aldur, kyn, stærð, þyngd né nokkuð annað sem gæti aðgreint fólk er til umhugsunar þegar tónlistin, hreyfingin, brennslan, stuðið og stemningin ræður ríkjum og 120 manns hreyfa sig í takt.

Við skorum á karla að mæta og prófa Zumba og ef Hugh Jackman segir að hans Zumba ástundun sé ein ástæða þess að hann sé í toppformi þá er full ástæða til að mæta. Hann segir reyndar líka að maður eigi að mæta 100% í öll Zumba partý. Annað hvort að gefa allt í gleðina eða sleppa því að mæta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *