Covid19 og framtíð Dans og Jóga

Covid-19

Við fylgjumst vel með fréttum af Covid 19 veirunni og munum fylgja öllum reglum og ráðum sem sett eru fram hverji sinni.

Samkomubannið nær til okkar að því leiti sem snýr að tveggja metra reglunni. Þ.e. að plássið í sölunum þarf að vera nóg svo að tveir metrar séu á milli fólks.

Zumba partý á laugardögum eru okkar fjölmennasti tími svo að 14. mars ætlum við að gera tilraun og takmarka fjöldann við 45 manns. Við sjáum svo hvort að sú tala sé nærri lagi eða þurfi að vera lægri.
Ef þú vilt lyfta þér upp og treystir þér til að koma biðjum við þig að skrá þig í alla tíma.

Jóga tímarnir sem eru áfram á dagskrá fara þannig fram að við höfum meira bil á milli dýnanna á góflinu og því er mikilvægt að skrá sig í tíma sem á að sækja. Við höfum stærri salinn tilbúinn fyrir jóga tímana ef aðsóknin er það mikil að sá litli sé of lítill.

Stjórnvöld mæla með því að fólk haldi áfram að hreyfa sig og hugsa vel um sína líkamlegu og andlegu heilsu og því hvetjum við þig til að nýta okkar þjónustu á meðan hún er í boði um leið og við biðjum alla um að gæta vel að sér og koma ekki hingað sé grunur um smit. Við pössum upp á hreinlæti í stöðinni og vonum að útbreiðsla veirunnar nái ekki að setja starfsemi Dans og Jóga í algjört uppnám. Nú þegar finnum við fyrir verulegum áhrifum ástandsins á rekstur Dans & Jóga og reiknum með að þau eigi eftir að aukast og hafa alvarlegar afleiðingar.

Staða og framtíð Dans & Jóga

Dans og Jóga hjartastöðin opnaði í september 2017 með mikilli aðstoð frá viðskiptavinum sem vildu sjá stöðina verða að veruleika. 

Nú tæplega þremur árum síðar er starfsemin í föstum skorðum með fjölda opinna tíma á dagskránni í hverri viku með dansi, Zumba og jóga. 

En okkur vantar fleiri viðskiptavini, áskrifendur og klippikortskaupendur í hverjum mánuði til þess að reksturinn standi vel undir sér og sérstaklega verður þörf á því þegar þessi ósköp ganga yfir.

Við erum nú þegar að hagræða í rekstrinum og leitum leiða til að skera niður kostnað til þess að bregðast við. Anna Sigrún móttökustjórinn okkar er hætt störfum því við vorum tilneydd að segja henni upp eftir 10 ár með okkur og við þökkum henni fyrir frábært samstarf. Við ætlum að fækka opnum tímum til að spara. Sunnudagstímarnir í jóga og Zumba verða ekki á dagskránni lengur. Strong tímar verða nú einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 18:30. Jóga styrkur verður einnig einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 17:20. Önnur yfirstandandi námskeið og opnir tímar halda áfram eins og mögulegt er. Fylgist vel með stundarskrá okkar til að sjá hvaða tímar eru í boði og líka til að skrá þig í þá tíma sem þú ætlar að mæta í.

Nú leitum við til þín eftir aðstoð.

Það er margt sem þú gætir gert til að hjálpa Hjartastöðinni og hér eru þrjár hugmyndir:

  1. Hjálpað okkur að fá fleiri viðskiptavini til að koma og prófa stöðina. Þú býður fólki frían Vikupassa sem gildir í alla opna tíma í heila viku. Þegar viðkomandi hefur þegið passann og mætt í tíma þá spjallar þú við viðkomandi og hvetur hann/hana til að kaupa klippikort eða koma í áskrift. Við viljum að þú njótir góðs af því að nýjir viðskiptavinir bætist í hópinn og með hverju klippikorti sem selst vegna þíns framlags færð þú 2.000 króna inneign í stöðinni og með hverjum nýjum áskrifanda sem þú nærð inn færð þú 7.000 kr inneign í stöðina. Þessa inneign nýtir þú til að lækka verð á því sem þú kaupir t.d. í áskrift eða klippikortum.
  2. Hjálpað okkur að auglýsa starfsemina
    Við ætlum að setja dreifibréf inn um allar lúgur í Langholts og Vogahverfi og jafnvel víðar.
    Við erum að skipuleggja heilsubótargöngu eftir Zumba partý einhvern laugardaginn á næstunni.  Þá skipuleggjum við dreifinguna og vonumst eftir fólki sem er til í að ganga um hverfin og setja bréf inn um lúgur.
  3. Hjálpað okkur að vekja athygli á salarleigu og sérþjónustu sem við bjóðum upp á
    Það er hægt að leigja salina í Hjartastöðinni undir alls konar uppákomur. Fundi, fermingarveislur og afmæli. Námskeið, fyrirlestra og jafnvel tónleika. Einnig bjóðum við upp á þjónustu fyrir fyrirtæki og hópa sem vilja koma í t.d. óvissuferð til að gera jóga, dansa í Zumba partýi eða dansa línudans. 

Ef þú ert til í leggja okkur lið til þess að Dans og Jóga Hjartastöðin geti áfram starfað og að þú getir áfram mætt á einn af þínum uppáhaldsstöðum, þá máttu gjarnan hafa samband við okkur hér:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *