Dans í brúðkaup

Það eru alltaf skemmtileg brúðkaup þar sem dans kemur við sögu

  • Þegar brúðhjónin dansa brúðarvalsinn eða einhvern annan fallegan dans fyrir framan brúðkaupsgestina. Sum hjón vanga við uppáhaldslagið sitt á meðan önnur læra og æfa sýningaratriði sem slær í gegn
  • Þegar slegið er upp dansleik í veislunni og allir gestir skella sér á dansgólfið ásamt brúðhjónunum
  • Þegar gestir í brúðkaupinu gera “flashmob” atriði með flottum danssporum og koma brúðhjónunum og hinum gestunum fullkomlega á óvart
  • Þegar brúðguminn býður móður sinni eða tengdamóður upp í dans
  • Þegar faðir brúðarinnar dansar við dóttur sína

Allar svona uppákomur eiga það sameiginlegt að vera með því eftirminnilegasta frá góðri veislu á brúðkaupsdaginn.

Í Dans og Jóga Hjartastöðinni starfa sérfræðingar á þessu sviði.

Daði Freyr
Jóhann Örn

Jóhann Örn Ólafsson hefur áratuga reynslu af danskennslu, veislustjórn, viðburðastjórnun og uppsetningu tónleika og danssýninga. Jóhann Örn veit nákvæmlega hvað á gera til að mæta óskum verðandi brúðhjóna eða gesta á leið í brúðkaup

Daði Freyr Guðjónsson er ungur og upprennandi danskennari sem sló í gegn í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 þar sem hann bjó til og dansaði ásamt Hugrúnu Halldórsdóttur, hvert sýningaratriðið á fætur öðru.

Báðir geta þeir kennt öllum að dansa þannig að eftir tímana eða námskeiðið getur fólk farið óhrætt út á dansgólfið í brúðkaupinu og slegið í gegn.

Það er því alveg frábært fyrir alla sem eru að undirbúa brúðkaup á næstunni að hafa samband við Dans og Jóga Hjartastöðina og fá alla þá aðstoð sem þarf til að gera ógleymanlegt atriði í brúðkaupinu. Meðal þess sem boðið er upp á eru:

  • Einkatímar fyrir brúðhjónin hvort sem þau vilja dansa einn fallegan og einaldan dans eða setja upp alvöru dans show
  • Hóptímar fyrir brúðhjónin og þeirra nánasta fólk, foreldra, systkini og vini til að undirbúa sig fyrir dansinn í veislunni
  • Hóptímar fyrir gesti sem vilja skemmta brúðhjónunum og öðrum gestum með óvæntum dansi sem slær í gegn
  • Danskennara til að mæta í veisluna og fá alla gesti út á gólf í hvers konar partý dansa sem fólk óskar sér

Hafið samband og við hjálpumst að með góðar hugmyndir, finnum tíma og verð og tryggjum að dansinn duni í brúðkaupinu sem í vændum er.

Ég hafði heyrt af vel heppnuðu ,,flash-mob” dansatriði sem Jói hafði sett saman fyrir brúðkaup. Við höfðum þess vegna samband við hann og fengum hann til að hjálpa okkur með óvænt dansatriði í brúðkaupi frænda míns. Hópur gesta í brúðkaupinu tók nokkrar æfingar og atriðið sló í gegn. Þetta reyndist frábært atriði til að skipta um gír í veislunni – úr borðhaldi í partý.

Benedkit / Brúðkaupsgetur 2018

Þegar DJ-inn byrjaði skyndilega að spila tónlist hærra og ein frænkan stóð upp og byrjaði að dansa vissum við ekki hvað kæmi í kjölfarið! Skyndilega var stór hluti af veislugestum staðinn upp og byrjaður að dansa og útkoman eitt það eftirminnilegasta sem við höfum upplifað. Við horfum ennþá í dag reglulega á upptökurnar af þessu frábæra, ógleymanlega atriði og gestir veislunnar minnast þess einnig nú nokkrum árum síðar! (Brúðkaupsgestir undirbjuggu atriðið í Dans & Jóga Hjartastöðinni)

Hjörtur & Ásdís / Giftu sig 2018

Við fórum í danstíma til Jóa fyrir brúðkaupið okkar þar sem við fengum frábæra útfærslu og skemmtilega kennslu. Við negldum þetta enda er Jói fagmaður fram í fingurgóma með yndislega nærveru.

Anna & Gústaf / Giftu sig 2018

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *