Draumurinn rætist í Skútuvogi 13a

skutuvogur13a

Dans & Jóga opnar sannkallaða hjartastöð ? í Skútuvogi 13a
og starfsemin hefst þar 16. september 2017

2 flottir salir

Í stúdíóinu verða 2 stórir og glæsilegir salir. Sá stærri er um 170 fermetrar með fallegu dansgólfi, stóru sviði, fallegri lýsingu, stórum gluggum, fullkomnum hljómtækjum og loftræstingu. Í þessum sal verða Zumba tímar, samkvæmisdanstímar, línudansnámskeið, stórir jógaviðburðir og ótal aðrar uppákomur og námskeið.
Hinn salurinn er 100 fermetra salur með sviði, góðum hljómtækjum, fallegri lýsingu, loftræstingu og fallegum gluggum. Þetta verður hinn fullkomni jóga salur en einnig verða kenndir danstímar fyrir börn og fullorðna í salnum.

Frábær staðsetning

Húsakynnin eru á annari hæð til vinstri í húsi á frábærum stað í Skútuvogi, beint á móti Blómaval og Húsasmiðjunni (við hliðina á gamla Bónus).
Þegar komið er upp á aðra hæð hússins er gengið til vinstri af stigapallinum inn í rúmgóða móttöku og setustofu. Inn af henni verður búningsklefi sem síðar verður útbúinn með salerni og sturtum fyrir konur. Í anddyri eru svo 3 snyrtingar og þar af ein með sturtuklefa.

Stundarskrá haustsins er þegar orðin glæsileg

Fjölmörg Zumba partý í hverri viku, á kvöldin, í hádeginu, snemma á morgnanna og á laugardagsmorgnum klukkan 11.
Jóga tímar síðdegis, á morgnanna, í hádeginu og um helgar.
Hatha jóga, Vinyasa jóga, jóga nidra, mjúkt jóga ofl.
Samkvæmisdanstímar fyrir börn og fullorðna.
Línudanstímar fyrir byrjendur og lengra komna.
Krakkagleði fyrir 3-6 ára á laugardögum í hádeginu.
Zumba kids fyrir krakka 7-12 ára síðdegis og um helgar.

Tímum og námskeiðum af ýmsu tagi verður svo smátt og smátt bætt við stundarskrána þangað til húsið iðar af lífi allan daginn alla daga. Má þar nefna Strong by Zumba, Zumba gold, Zumbini ofl.

Hver tími á sem lægstu verði!
999 krónur hver tími ef þú ert í áskrift og mætir í 3 tíma á viku að meðaltali.

Sala á áskriftarkortum fyrir veturinn er hafin hér á síðunni. Hin nýju áskriftarkort veita aðgang að öllum opnum Zumba, jóga og línudanstimum. Áskriftarkortið kostar kr. 11.990 á mánuði og hefur þriggja mánaða binditíma. Komdu í áskrift og þú getur mætt í vel á annan tug tíma í hverri viku.

Smelltu hér til að koma í áskrift

800x600