Er STRONG by Zumba einmitt það sem þú ættir að prófa?

Mæðgurnar Íris Anna og Ísabella Rós kenna STRONG by Zumba tímana í Dans & Jóga Hjartastöðinni.

Þær byrjuðu með tímana í febrúar og halda áfram fram á vorið. Nýtt námskeið hefst 5. apríl og fæst hér

Þær segja að STRONG by Zumba sé ótrúlega skemmtileg líkamsrækt sem skilar árangri á ýmsan hátt. Enginn sé að telja skiptin sem taka þarf ákveðnar hreyfingar því að hreyfingarnar eru keyrðar áfram af tónlistinni sem er sérsamin og gefin út af Zumba fyrirtækinu. Þátttaka í STRONG er ekki háð aldri, kyni, þyngd né reynslu af sambærilegri líkamsrækt. Allir geta byrjað og verið með. Kennt er á þremur mismunandi styrkleikastigum í hverjum tíma og hver og einn finnur hvaða stig hentar sér.

Ef þú hefur reynslu af STRONG by Zumba sem þú ert til í að deila með öðrum máttu endilega skrifa umsögn við þessa færslu og sama á við um þá sem hafa spurningar eða eru að hugleiða það að skella sér, skrifið endilega hér á síðuna.

One thought on “Er STRONG by Zumba einmitt það sem þú ættir að prófa?

  1. Klara E. Finnbogadóttir says:

    Ég mæli hiklaust með Strong by Zumba. Þetta er „ógeðslega“ gaman eins og þær mæðgur segja og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ekki er verra að Íris Anna og Ísabella eru frábærir kennarar sem hvetja mann áfram með jákvæðir nærveru, einstakri gleði og brjálæðislega mikilli orku. Strong by Zumba er tóm gleði, mikil útrás og frábær hreyfing.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *