Fjölbreytt úrval jógatíma í Skútuvogi 13a

í Dans & Jóga Hjartastöðinni er jóga dagskráin fjölbreytt og spennandi.

Nú þegar eru 9 tímar á stundarskránni í hverri viku og á nýju ári mun þeim fjölga verulega.

Jóga Nidra er nýjasti tíminn á stundarskránni.

Klukkan 19:45 – 20:45 á fimmtudagskvöldum. Dásamleg leið til þess að fara djúpt inn í slökun sem losar um streitu og spennu.

Morguntímar kl. 6:30 á miðvikudögum og föstudögum.

Það er frábært að byrja daginn á góðum jógaæfingum, hugleiðslu og slökun til að fara með tæran hug og mjúkan líkama inn í daginn.

Mömmujóga og meðgöngurjóga á nýju ári

Ný námskeið fyrir nýbakaðar mæður með börnum sínum á mánudags og miðvikudagsmorgnum hefjast 8. janúar. Meðgöngujógatímar fyrir verðandi mæður verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:30 frá og með 9. janúar.
Margrét Lillian Skúladóttir, Maggý jógakennari hefur áralanga reynslu í mömmujóga og meðgöngujóga. Hún hefur starfað sjálfstætt um langt skeið en kemur nú til liðs við Dans & Jóga Hjartastöðina

Jóga með Theu síðegis og á laugardagsmorgnum

Thea kennir jóga á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:15 og á laugardagsmorgnum kl. 9:30. Svo vinsælir tímar að það er vissara að skrá sig í þá fyrirfram á stundarskránni okkar.

Hádegis jógatímar kl. 12:10 á mánudögum og fimmtudögum

Taktu frá tíma á miðjum degi til að slaka, anda, teygja, styrkja þig og njóta. 50 mínútur sem gefa þér fulla orku fyrir seinni hluta dagsins og kvöldið.

Jóga styrkur með Öbbu

Klukkan 18:30 á fimmtudögum eru kraftmestu jógatímarnir okkar. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir er reynslumikil í jóga og leikfimikennslu og hún fléttar styrktaræfingum léttilega inn í jógaflæðið. Aukinn styrkur, meiri mýkt og yndislegt jóga.