Gaman í línudansi !

Við fórum af stað með línudansinn í dag og rosalega var gaman. Salurinn fylltist af skemmtilegu fólki sem rifjaði upp gamla takta en fékk líka nýja dansa til að glíma við. Reyndar voru 3 nýjir dansar kenndir. Einn léttur, einn írskur og hæfilega flókinn og svo einn þrælsnúinn.

Nú er bara að kíkja á vinkonur okkur í Kína og fleira gott fólk sem hefur tekið þessa dansa upp á myndband. Upplagt að sitja og horfa, prófa svo að rija upp dansinn án tónlistar og að lokum að dansa með myndbandinu.

Smelltu hér til að skoða öll myndböndin sem við höfum safnað saman. Nýjustu dansarnir eru efstir 🙂

Góða skemmtunjoi