Sunnudaginn 21. október 2018 kl. 16 – 18 verður Hamingjustund í Dans & Jóga Hjartastöðinni í Skútuvogi 13a.
Kristbjörg Kristmundsdóttir kennir jóga, hugleiðslu og slökun og ræðir um jógaiðkun, lífsviðhorf og hvernig jógaleiðin færir okkur jafnvægi og hamingju.
Á heimasíðu Kristbjargar má lesa :
Kristbjörg hefur ætíð haft áhuga á öllu sem byggir upp líkama, sál og líf einstaklingsins og samfélagsins. Jógafræðin urðu henni hugleikin strax í barnæsku sem og nýting jurta til lækninga og matar. Listin að lifa í samræmi við lögmál náttúrunnar er hennar aðaláhugamál; að læra að þekkja lögmál efnis og anda og hvernig við getum nýtt náttúruna öðrum og okkur sjálfum til blessunar.
Fjölmargir frábærir jógakennarar hafa lært af Kristbjörgu og þar á meðal Thea, annar af eigendum Dans og Jóga Hjartastöðvarinnar og jógakennari.
Þrjár klukkustundir af hamingju, fróðleik, visku og kærleika sem endar á góðri slökun í Dans & Jóga hjartastöðinni í Skútuvogi 13a.
50 jógadýnur á staðnum.
Miðasala á Hamingjustund með Kristbjörgu er hér