Heilög stund klukkan 19:15 á þriðjudögum og fimmtudögum

Solrun zumbaSólrún Þórarinsdóttir hefur stundað Zumba hjá okkur af kappi og þetta hefur hún að segja um sína upplifiun :

Það er bara þannig hjá mér að það er heilög stund klukkan korter yfir sjö á þriðjudögum og fimmtudögum 🙂 Fátt getur komið í veg fyrir að maður mæti í Zumba tíma sem kannski segir allt sem segja þarf. 😉
Að mæta í Zumba heldur mér í formi og skrokkurinn liðkast og mýkist eftir kyrrsetu dagsins í vinnunni. Mér finnst samt ekki síst mikilvægt hvað maður er glaður þegar maður labbar út…ef það er eitthvað sem hefur verið að pirra mann um daginn þá svífur það út með mjaðmahnykkjunum.
Ég er búin að setja öll mín uppáhalds Zumba lög á sér “playlista” á youtube og þetta bjargar manni oft í vinnunni þegar maður þarf að koma sér í gírinn að klára eitthvað lítið skemmtilegt verkefni…svínvirkar og gengur mikið betur.
Í dag pirrar það mig að fara að dansa á skemmtistöðum, ekkert pláss, allir að rekast utan í mann, háir hælar, óþægileg föt og hinir kunna ekki sporin við Zumba lögin 🙂 Ég vil miklu frekar vera í salnum í Valsheimilinu þar sem ég get misst mig og svitnað fyrir allan peninginn 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *