Hjartastöðin opnar 25. maí 2020 💃🕺🏻🙏🏻😃

Við hlökkum mikið til að opna Dans & Jóga Hjartastöðina á ný !

Við setjum jóga, dans og Zumba á dagskrá og biðjum alla okkar frábæru viðskiptavini að skoða vel stundarskrána og skrá sig í þá tíma sem þeir vilja mæta í – smelltu hér til að skoða stundarskrána og taka frá pláss í tíma.

Við leggjum áherslu á að allir okkar gestir fylgi samfélagssáttmálann sem tryggi góðan árangur í baráttunni við Covid,  virði tveggja metra regluna inni í sölunum, í andyri og við innganginn.

Í tilefni opnunar er frábært tilboð á klippikortum sem gildir út maí – 25% afsláttur – smelltu til að kaupa

Opnir tímar á stundarskrá eru:

Zumba partý 🎉 á mánudögum og miðvikudögum kl. 19, á þriðjudögum kl. 12:10 og á fimmtudögum kl. 17:20. Einnig verða partý laugardagana 30. maí og 6. júní kl. 11. Jói, Thea og Heiða leiða partýin.

Jóga með Theu 🙏🏻 á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:20 og miðvikudögum kl. 12:10. Thea verður líka með tíma laugardaginn 6. júní kl. 9:30.

Jóga með Öbbu 💜 á fimmtudögum kl. 18:15 til 18. júní. Abba verður líka með tíma laugardaginn 30. maí kl. 9:30.

Rólegt jóga með Maggý 💖 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:15 til 11. júní.

Línudans með Jóa 🤠 á þriðjudögum kl. 17:10 – 18:50 til 30. júní.

Opnir tímar sem í boði verða eru komnir inn á heimasíðuna.

Upplýsingar um ýmis samkvæmisdans-námskeið sem voru byrjuð fyrir Covid eru sendar sérstaklega á þátttakendur en boðið verður upp á tíma til að ljúka öllum námskeið sem voru í gangi þegar við urðum að loka auk þess sem ný námskeið verða í júní 💃🕺🏻

Í tilefni opnunar er frábært tilboð á klippikortum sem gildir út maí – 25% afsláttur – smelltu til að kaupa

Látið gleðina berast  – sjáumst hress og kát

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *