Jóga gegn vefjagigt

Þeir sem eru með vefjagigt hafa möguleika á að draga úr áhrifum sjúkdómsins með með því að stunda yoga. Yoga slakar á líkamanum og styrkir hann og yoga róar hugann og styrkir einnig sálina.

Þannig geta þeir sem eru með vefjagigt látið sér líða betur ef þeir stunda yoga og losað um mikla spennu og streitu.

Petrína Konráðsdóttir er  ný-útskrifaður jógakennari sem fór sjálf að stunda jóga til að takast á við vefjagigt. Petrína hefur náð miklum árangri sem hún þakkar að stórum hluta sinni jóga iðkun.

Petrína kennir á 8 skipta námskeiði. Kennt er mánudaga og fimmtudaga kl. 16:15 – 17:15 i fimm vikur.

Allir þátttakendur fá með námskeiðinu aðgang að öllum opnum jóga og Zumba tímum í Hjartastöðinni og geta þá m.a. sótt jóga nidra tíma í hádeginu á miðvikudögum.

    Skildu eftir svar

    Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *