Jóga vorgleði, uppskrift og fleira gott

Kæru jógar

Ástar þakkir endalaust fyrir að koma í Valsheimilið vetur og gera jóga með mér. Nú er vorið að koma og þá förum við saman og höldum litla vorgleði. í ár verðum við á Uno við Ingólfstorg þar góðir vinir okkar reka frábært veitingahús með dásamlegum mat. Við verðum á efri hæðinni út af fyrir okkur og gæðum okkur á ítölskum smáréttum; Ólífur, Flanini, Polenta, Arancini, Bakaður Brie, Djúpsteiktur mozzarella og Bruschetta með tómat og mozzarella. Verð á manninn er kr. 3.900 sem hver og einn greiðir á staðnum. Drykkir eru ekki innifaldir í verðinu.

Við förum saman þriðjudagskvöldið 17. maí kl. 19 strax á eftir jógatímanum okkar.
Þeir sem ætla að koma með þurfa að láta vita sem fyrst t.d með því að smella hér og senda tölvupóst

Fimmtudaginn 19. maí verður svo síðsti jógatíminn í bili en dóttir mín er að bjóða mömmu sinni til Spánar 21. maí og ég hlakka mikið til.

Ég fer svo aftur til Spánar 14. júní með Jóa og við leiðum hóp af fólki í Zumba og Jóga á dásamlegum stað í Albir. Það eru ennþá laus pláss í ferðina og mig langar að fá þig með.
Smelltu hér og kynntu þér fábært verð og dagskrá og pantaðu ferð !

IMG_1454

Athugið að fimmtudaginn 5. maí er lokað hjá okkur á Uppstigningardag.

Hér er svo uppskriftin að hnetunum sem ég lofaði að senda :
Hamingjuhnetur Theu <3
Innihald: Hnetur, kókos flögur, trönuber, hlynsýróp og gróft sjávarsalt.
Ég elska hlyn sýrópið, kókosflögurnar og möndlurnar frá Sollu en hneturnar og trönuberin hef ég keypt frá t.d. Heima.
Þurrristið á pönnu : Pekan hnetur, möndlur, þurrkuð trönuber og grófar kókósflögur. Fleiri hnetutegundum má bæta við t.d. kasjú hnetum, heslihnetum og valhnetum.
Hrærið reglulega í mixinu á pönnunni svo ekki brenni við en það má vel rista í 10-15 mínútur.
Hellið 1,5 dl af hlynsýrópi yfir mixið og saltið líttilega með grófu sjávar salti (ein teskeið á eina pönnu)
Haldið áfram að hræra í blöndunni svo sýrópið fari yfir allt mixið.
Slökkvið á hitanum og takið pönnuna af hellinni og leyfið mixinu að kólna á henni.
Setjið svo mixið í fallegt box eða krukku og bjóðið upp á dásamlegan orkugjafa og takið með ykkur nesti.

Hamingjuhnetur Theu

Að lokum eru hér slóðir á slökun sem gott er að kveikja á :
Before Sleep | Spoken Guided Meditation | Chakra Alignment | Chakra Balance
Yoga Nidra for Insomnia and Deep Sleep (Updated) #yoganidra #sleep #insomnia

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *