Opnir jógatímar
Hatha jóga
Tímarnir eru byggðir upp á öndunaræfingum, upphitunaræfingum, Hatha jógastöðum og slökun. Öndunaræfingarnar auka orkuna og hjálpa okkur við að fara innávið. Jógastöðurnar styrkja líkamann, auka jafnvægið og bæta liðleika. Slökunin endurnærir, losar um streitu og róar hugann.
Frábærir kennarar, framúrskarandi aðstaða og notalegt andrúmsloft.
Í hádeginu á mánudögum kl. 12:10.
Síðdegis á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:20.
Laugardagsmorgna kl. 9:30.
Sunnudagsmorgna kl. 10:30.
Yoga styrkur
Frábærir tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:30. Tímarnir eru styrkja allan líkamann og þá sérstaklega kviðvöðvana. Aðalkennari í Yoga styrk er Abba. Hún hefur áratuga reynslu í íþróttum, líkamsrækt og joga. Hún var afrekskona í frjálsum íþróttum, átti og rak líkamsræktarstöðina Bjarg á Akureyri þar sem hún kenndi hóptíma og þjálfaði fólk til betra lífs. Í jóga styrk blandar hún allri sinni reynslu saman við djúpa kunnáttu í jóga og úr verða magnaðir tíma.
Rólegt Jóga
Úrvals góðir jógatímar á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10:15. Tímarnir eru fyrir þá sem vilja fara hægt í gegn um jógastöðurnar, njóta samveru með góðu fólki og upplifa jóga fram á efri ár. Margir þátttakendur í þessum tímum hafa stundað jóga saman í hóp um árabil og halda því áfram en tímarir eru opnir og öllum velkomið að vera með.
Aðalkennari í Rólegu jóga er Maggý
Yoga nidra
Yoga Nidra er dásamleg leið til þess að fara djúpt inn í slökun sem losar um streitu og spennu sem fylgir öllu því álagi sem við upplifum í okkar daglega lífi. Nidra þýðir svefn en yoga nidra er djúp slökun eða liggjandi hugleiðsla. Tímar eru í hádeginu á miðvikudögum kl. 12:10 – 13:00.
Mjúkt jóga
Tímar fyrir alla sem eiga að fara mjög varlega og rólega í hreyfingu en þurfa einmitt að stunda til að fá aukinn styrk og mikla slökun. Þessir tímar henta mjög vel byrjendum í jóga, öllum sem glíma við veikindi eins og vefjagigt og jafnframt þeim sem eru að ná sér eftir veikindi eða áföll og þurfa að fara rólega af stað. Petrína Konráðsdóttir kennir en hún er menntaður jógakennari sem fór að stunda jóga til að takast á við vefjagigt.
Tímarnir eru á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:15