Það gerir gæfumuninn að stunda jóga

Af hverju allir ættu að stunda jóga

Jóga iðkendur finna aukinn styrk, meiri ró og vellíðan í líkama, huga og sál.

  • Betri svefn / Aukinn liðleiki / Bætt samskipti / Meira sjálfstraust
  • Hugarró / Meiri sjálfs-ást / Léttara líf

Jógakennarar Hjartastöðvarinnar hjálpa hverjum og einum að finna sína jógaleið.

Það er aldrei of seint að kynnast jóga og hefja jóga iðkun. Það er enginn of stirður til að byrja að stunda jóga. Allir geta stundað jóga og allir geta gert jógaæfingarnar og jógatímana að sínum.

Opnir jógatímar

opnir og Almennir jóga tímar

Tímarnir eru byggðir upp á öndunaræfingum, upphitunaræfingum, Hatha jógastöðum og slökun. Öndunaræfingarnar auka orkuna og hjálpa okkur við að fara innávið. Jógastöðurnar styrkja líkamann, auka jafnvægið og bæta liðleika. Slökunin endurnærir, losar um streitu og róar hugann.
Frábærir kennarar, framúrskarandi aðstaða og notalegt andrúmsloft.

Morguntímar á mánudögum og fimmtudögum kl. 7:45 og laugardögum kl. 9:30

Síðdegistímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:20

Aðalkennarar í opnum tímum eru Thea og Ásta. Stundum eru það Hildur Rut og Eva María sem leysa þær af. 

Rólegt Jóga með Maggý

Úrvals góðir jógatímar á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10:15. Tímarnir eru fyrir þá sem vilja fara hægt í gegn um jógastöðurnar, njóta samveru með góðu fólki og upplifa jóga fram á efri ár. Margir þátttakendur í þessum tímum hafa stundað jóga saman í hóp um árabil og halda því áfram en tímarnir eru opnir og öllum velkomið að vera með.
Aðalkennari í Rólegu jóga er Maggý

jóga nidra 

Frábær hádegistími á miðvikudögum kl. 12:10 þar sem Hekla kennir og blandar saman jóga nidra sem er djúpslökun, stundum kallað jóga svefn og bandvefslosun sem er virk endurheimt og hjálpar þér að undirbúa líkamann fyrir átök og flýtir fyrir endurheimt.

Námskeið

JÓGA FYRIR KARLMENN

Fyrir liðuga karla og stirða stráka – allir með

Meðvituð öndun, teygjur, ýmist styrkjandi eða mýkjandi stöður, bandvefsnudd og slökun er það sem þú munt fá út úr þessum tímum. Með iðkun jóga nærir þú og styrkir tenginguna við eigin líkama og sál. Hildur Rut og Hekla munu leiða tímana.

Grunn- og byrjendanámskeið

Grunn jógastöður, öndunaræfingar og djúpslökun í hefðbundnu hatha jóga.

Hver tími er 50 mínútur og endar á góðri slökun.

Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum, liðugum og stirðum, ungum og öldnum.

Langar þig að prófa án mikillar skuldbindingar?

Með vikupassa fyrir 2000 kr. getur þú mætt eins oft og þú vilt í eina viku

Fá vikupassa

Veldu kort

Ef þú vilt stunda JÓGA, STRONG, ZUMBA og/eða LÍNUDANS og mæta að jafnaði tvisvar í viku eða oftar þá er áskrift og árskort bestu kjörin. Við bjóðum einnig upp á 10 tíma klippikort.

Frá: kr. 13.500 / month
kr. 25.400kr. 29.700
kr. 18.400