Dans & Jóga í júlí

Zumba, jóga og línudans verða á dagskránni á mánudögum, þriðudögum og miðvikudögum í júlí svo þú getur komið á uppáhalds staðinn þinn.

Við biðjum þig að skoða dagatalið og stundarskrána okkar og mikilvægt er að þú skráir þig í þá tíma sem þú ætlar að mæta. Sé góð þátttaka í tímana þá er það frábært en ef færri en fjórir skrá sig þá hugsanlega fellum við niður tímann og birtum það á stundarskránni, gott að fylgjast með.

Mánudagana 1. 8. og 15. júlí verður jóga í hádeginu kl. 12:10, jóga kl. 17:20 og Zumba kl. 19.
Lokað: 22. og 29. júlí og 5. ágúst.

Þriðjudagana 2. 9. og 16. júlí verður Zumba í hádeginu kl. 12:10 og línudans kl. 17:10 – 18:10
Lokað: 23. og 30. júlí og 6. ágúst.

Miðvikudagana 3. 10. og 17. júlí verður jóga nidra í hádeginu kl. 12:10, jóga kl. 17:20 og Zumba kl. 19.
Lokað: 24. og 31. júlí.

Á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum verður lokað í júlí.

Sumarið 2019 verður frábært sumar, sérstaklega ef þú tekur þér tíma og mætir í dans og jóga í bland við útivist, sund og afslöppun 🙂

Lokað verður frá 18. júlí til 6. ágúst.

Miðvikudaginn 7. ágúst opnum við eftir sumarfrí með kraftmikilli dagskrá

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *