Nýtt fyrir börn í Dans & Jóga: Krakkadans, Break, Jazzballet og Krakkagleði

Blómlegt barnastarf í Dans og Jóga Hjartastöðinni.

Ný námskeið hefjast 7. apríl – Ókeypis kynningartímar laugardaginn 17. mars

Danspartý, Baby danspartý og Zumba partý með Skoppu og Skrítlu hafa slegið í gegn í vetur en þeim lýkur fyrir páska og verða svo aftur í boði næsta haust.

Framundan eru ný og spennandi námskeið fyrir börn.

Dansparið Javi og Ásdís hefja nú störf í Hjartastöðinni og kenna spennandi danstíma á laugardögum í apríl og maí.

Jói og Thea setja enn á ný í gang frábært námskeið sem heitir Krakkagleði.

Javi og Ásdís æfa og keppa í samkvæmisdönsum á heimsmælikvarða. Javi tekur um þessar mundir þátt í þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 og er þar dansfélagi og þjálfari Ebbu Guðnýjar.

Javi og Ásdís verða með Danspartý fyrir 6-8 ára á laugardagsmorgnum og fyrir 9 ára og eldri í hádeginu á laugardögum. Að auki mun Javi kenna Break námskeið á laugardögum og Ásdís kennir Jazzballet á sama tíma.

Fríir kynningartímar verða laugardaginn 17. mars

  • kl. 13:00-13:30 – Krakkagleði – 3-5 ára – Thea og Jói (eldri börn úr leikskóla)
  • kl. 13:45-14:15 – Krakka dans 6-8 ára – Javi og Ásdís (1. – 3. bekkur)
  • kl. 14:30-15:00 – Krakka dans 9 ára og eldri – Javi og Ásdís (4. bekkur og eldri)
  • kl. 15:15-15:45 – Break 8 ára og eldri – Javi (3. bekkur og eldri)
  • kl. 15:15-15:45 – Jazzballet 10 ára og eldri – Ásdís (4. bekkur og eldri)

Bjóddu þínu barni að mæta í frían tíma og prófa:

Kynningartími fyrir börn

Námskeiðin hefjast laugardaginn 7. apríl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

SVARTUR FÖSTUDAGUR Dismiss