Lífsgæðakortið – árskort í heilsurækt og vellíðan

Dans – Jóga – STRONG – Bandvefslosun – Hreint mataræði – Markþjálfun – Nudd

Taktu þér heilt ár í að sinna heilsu þinni með skemmtilegri hreyfingu, frábærri skemmtun, betri mat, bættum venjum og reglulegu nuddi.

Lífsgæðakortið – árskort í heilsurækt og vellíðan

Með kortinu getur þú ræktað heilbrigða sál í hraustum líkama með gleði í hjarta og sól í sinni. Dans, jóga, nudd, bandvefslosun, hreinna mataræði og markþjálfun fyrir markmið og árangur.

Innifalið í Lífsgæðakortinu er :

  • Árskort í Dans og jóga Hjartastöðinni sem veitir aðgang að öllum opnum tímum stöðvarinnar og afslátt af ýmsum námskeiðum og vörum Dans og Jóga.
    Þú setur Zumba, STRONG eða jóga á dagskrána þína í hverri viku og færð útrás, brennslu, gleðisprengju, teygjur, öndun, styrk og slökun.
  • Námskeiðið Breyttur lífstíll – Bættar venjur / 10 daga hreint mataræði.
    Tveggja vikna net-námskeið með Margréti Leifsdóttur heilsumarkþjálfa sem hefst næst 1. september 2021. 
  • Fjórir einkatímar í markþjálfun hjá Telos markþjálfun og mannrækt. Þú kynnist betur eigin styrkleikum, væntingum og draumum með aðstoð markþjálfanna Ástu Guðrúnar og Dagnýjar. Þær fylgja þér svo eftir allt árið og styðja þannig á uppbyggilegan hátt við stefnu þína að settu marki.
  • 10 nuddtímar sem þú nýtir á árinu. Bjarni Sigurðsson nuddari í Hjartastöðinni bókar með þér tíma og þú mætir tíu sinnum í nudd yfir árið.
  • Sex vikna námskeið í Bandvefslosun með Heklu Guðmundsdóttur. Bandvefslosun dregur úr verkjum og minnkar vöðvaspennu, eykur hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika, bætir líkamsstöðu, undirbýr líkamann fyrir átök og dregur úr streitu og flýtir fyrir endurheimt.

Lífsgæðakortið kostar kr. 299.000 með eingreiðslu eða í 12 mánaða áskrift á kr. 29.900 á mánuði.

Viltu vita meira ? Viltu prófa tímana ? 

Fáðu að vita meira um Lífsgæðakortið og fáðu frían Vikupassa ef þú hefur aldrei prófað opnu tímana í Dans og Jóga.

Skráðu þig hér fyrir neðan og við höfum samband við þig, gefum þér Vikupassa og svörum öllum þínum spurningum.

Skrá mig

Fyrirspurn (1)