Línudans á mánudögum og miðvikudögum frá 15. ágúst

Eftir frábært sumarfrí langar okkur nú aftur að komast á dansgólfið og stíga línudansinn. Við byrjum aftur mánudaginn 15. ágúst. Já, þú last rétt við verðum á mánudögum og miðvikudögum framvegis.

Við höfum létta línudansa kl. 17:30 á mánudögum og miðvikudögum frá 15. ágúst til 7. september. Vetrarstarfið hefst svo mánudaginn 12. september samkvæmt stundarskrá og þá verður boðið upp á létta og erfiða línudansa  sem og byrjendatíma.

Nú er um að gera að smella sér í vefverslun okkar og kaupa 10 tíma klippikort fyrir tímunum í ágúst. Þeir eru reyndar bara átta en þess vegna er 10 tíma klippikort nú með 25% afslætti.

Sjáumst á línunni 15. ágúst !

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *