Lokað vegna Covid-19

Kæru viðskiptavinir

Nú hefur samkomubannið verið hert og öllum líkamsræktarstöðvum gert að loka. Dans & Jóga Hjartastöðin er í þessum flokki fyrirtækja og því ekkert annað hægt en að leggja starfsemina niður á meðan bannið er í gildi. 

Við fellum því niður alla tíma frá og með mánudeginum 23. mars 2020.

Við leitum nú leiða til að hafa einhverja tíma á netinu svo hægt sé að dansa og gera jóga heima. Nánari útfærsla á þessu verður kynnt innan skamms en gott er að fylgjast með á www.dansogjoga.is/timar   Tímar sem við getum sent út á netinu eru sérstaklega ætlaðir áskrifendum og árskortshöfum en einnig virka klippikort í þá tíma.

Alls staðar ríkir nú mikil óvissa um nánustu framtíð. Hvort Dans & Jóga komist í gegn um þessar hremmingar verður að koma í ljós en við stefnum á að halda áfram að dansa og gera jóga með okkar frábæru viðskiptavinum sem vonandi verða enn fleiri með hækkandi sól.

Aðgerðir stjórnvalda, lipurð og velvilji lánadrottna og tryggð okkar viðskiptavina er það sem við stólum á og stefnum á kraftmikla starfsemi á ný þegar Covid-19 verður á undanhaldi og samkomubanni aflétt.

Allar fyrirspurnir og óskir varðandi klippikort, áskriftir eða námskeið skal senda á netfangið : dansogjoga@dansogjoga.is 

  • Námskeið: Við stefnum á að klára öll námskeið þegar ástandið hefur lagast.
  • Klippikort: Sé þess óskað munum við framlengja gildistíma allra klippikorta sem nemur þeim tíma sem við höfum lokað.
  • Áskriftir: Við biðlum til allra áskrifenda að segja ekki upp áskrift að svo stöddu en sinnum öllum óskum sem berast.
  • Tímar sem við getum sent út á netinu eru sérstaklega ætlaðir áskrifendum og árskortshöfum en einnig virka klippikort í þá tíma.

Fyrst og fremst óskum við öllum alls hins besta og vonum að allir sem veikjast nái fullri heilsu og að allir aðrir komist hjá því að smitast. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *