Minna af janúar – meira af Zumba

Gleðilegt nýtt ár !

Janúar er ágætis mánuður en hann er dimmur og kaldur og þess vegna er hann frábær mánuður til að byrja á fullu í Zumba !

joi1200Haustið 2010 fórum við af stað með Zumba partýin okkar sem hafa frá byrjun notið mikilla vinsælda. Þúsundir gesta hafa mætt og skemmt sér vel.
Við erum óskaplega þakklát öllum þeim sem hafa heimsótt okkur og tekið þátt í þessari miklu gleði sem hvert partý er. Sérstaklega erum við þakklát þeim sem hafa sett Zumba partýin inn í rútínuna sína og mæta í hverri viku og taka þátt í að skapa það einstaka andrúmsloft sem ríkir.

thea1200Við óskum þess að sem flestir sjái sér fært að koma í Zumba árið 2016. Við treystum á þá sem hafa alltaf mætt hingað til og við skorum á alla þá sem hafa ekki hafa verið með að undanförnu, að koma aftur, rifja upp sporin, upplifa gleðina og njóta þess að hreyfa sig.
Við viljum stöðug bæta þjónustu okkar og leitum alltaf leiða til að gera Zumba upplifunina kraftmikla, gefandi og hamingjuríka fyrir alla sem mæta. Á nýju ári höfum við ýmislegt á prjónunum sem vonandi verður að veruleika og við hvetjum alla Zumba vini okkar til að fylgjast með okkur hér á síðunni og á samfélagsmiðlunum, Facebook, Instagram og Snapchat (við erum dansogjoga á Snapchat ) svo ekkert fari nú fram hjá neinum.

hra1200Fyrsta Zumba partý ársins er þriðjudaginn 5. janúar kl. 19:15 í Valsheimlinu og það næsta, fimmtudaginn 7. janúar á sama stað og sama tíma. Fyrsta laugardagspartýið er 9. janúar kl. 11.

Í byrjun sumars höldum við nokkur dúndur partý á Albir á Spáni þegar við förum í enn eina frábæra ferðina þangað í Zumba og Jóga með Úrval Útsýn

Vertu með okkur í skemmtilegustu partýunum  – komdu í ZUMBA í janúar og út árið !

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *