Krakkagleði / Break / Jazzballet / Zumba kids / Krakkadans

Barnastarfið í Dans & Jóga Hjartastöðinni er metnaðarfullt, fjörugt, faglegt og umfram allt skemmtilegt.
Bjóddu barninu þínu upp á fyrsta flokks afþreyingu, hreyfingu og skemmtun.

Krakkadans 6-8 ára 

Grunnur að suðrænum samkvæmisdönsum, fjörugir partý dansar, skemmtilega æfingar úr leikhúsinu, sýningaratriði og skemmtun. Javi og Ásdís kenna.

6-8 ára á laugardögum kl. 11 frá 5. maí

Krakkadans 9-11 ára 

Grunnur að suðrænum samkvæmisdönsum, fjörugir partý dansar, skemmtilega æfingar úr leikhúsinu, sýningaratriði og skemmtun. Javi og Ásdís kenna.

9-11 ára á laugardögum kl. 12 frá 5. maí

BREAK – 8 ÁRA OG ELDRI

Frábært Break námskeið fyrir fjöruga krakka. Javi Valinio er fjölhæfur dansari og góður kennari  og hann er frábær breakari.  Krakkarnir læra grunnsporin, flotta takta og trikk.

Krakkagleði – 3-5 ára

Frábær dansnámskeið með danssporum úr barnadönsunum, tónlist sem börnin þekkja úr leikritum og teiknimyndum, búningurm, málningu, söng og leik.

Jazzballet 10 ára og eldri

Flott námskeið þar sem krakkarnir læra grunntækni, spor og stöður. Skemmtilegar rútínur og fallegur dansstíll. Kennari er Ásdís Ósk. Hún er með diploma í jazzballet, ballet og nútímadansi frá JSB.

DANSPARTÝ MEÐ SKOPPU OG SKRÍTLU

Yngstu börnin, 1-2 ára, koma í fylgd foreldra eða eldri systkina en hin eldri, 3-4 ára halda sjálfstæð á vit ævintýranna á meðan pabbi og mamma bíða frammi.  5 ára og eldri skella sér í Zumba partý með Skoppu og Skrítlu Áherslan í kennslunni er að efla sjálfstraust og styrkja félagsfærni barnanna í gegnum leik, söng og dans eins og þeim vinkonum er einum lagið. Einstakt tækifæri til að kynnast þeim vinkonum á persónulegan hátt.

Næstu námskeið byrja haustið 2018