Natasha break kennari númer 1 á Íslandi er komin í Hjartastöðin

Natasha hefur verið búsett hér á landi í rúm 20 ár en hún er frá New York í Bandaríkjunum. Hún lærði break dans þar sem þessi magnaði dans stíll varð i raun og veru til og hún fer reglulega í heimsókn á æskuslóðirnar til að rifja upp og læra það nýjasta í breakinu.

Hún hefur kennt íslenskum börnum og ungmennum að breaka frá því hún kom hingað fyrst og nemendurnir eru orðnir ansi margir á löngum kennara ferli.

Eftir að hafa kennt um árabil í Kramhúsinu er Natasha nú komin í samstarf við Dans og Jóga Hjartastöðina í Skútuvogi 13a og þar veðrur hún framvegis með sín Break námskeið síðdegis á föstudögum.

Allir krakkar sem vilja prófa break og kynnast Natöshu eru velkomnir í ókeypis kynningartíma föstudaginn 5. september kl. 17:30.

Viku síðar hefjast svo námskeið vetrarins. Skipt er í hópa efir aldri og getu. Fimm til sjö ára byrjendur eiga tíma kl. 17. Átta til ellefu ára byrjendur eiga tíma kl. 18 og lengra komnir átta ára og eldri eiga tíma kl. 19.

Frístundastyrki Reykjavíkur og nágranna sveitafélaga má nýta gagnvart Break námskeiðs gjaldinu.

Hér má finna fría kynningartímann á Facebook

og hér má finna námskeiðin til sölu á heimasíðu Dans og jóga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *