Nýja heimasíðan okkar

…. er komin í loftið og það finnst okkur ákaflega ánægjulegt. Með henni verður nú auðveldara fyrir þig að finna allt um okkur, skrá þig á námskeið, lesa svona fínar greinar, skoða stundarskrána og kynna þér verðskrána og þá er alveg sama hvaða nettengda tæki þú notar eða hvernig það snýr. Nýja heimasíðan passar nefnilega svo ljómandi vel inn í minnstu snjallsíma og stærstu tölvuskjái.

allar græjur

Nýja heimasíðan gerir okkur líka betur kleift að miðla hraðar nýjustu upplýsingum, tilboðum, partýboðum, uppskriftum, heilræðum eða hverju sem okkur finnst við þurfa að segja þér.
Vertu því velkomin(n) á nýju síðuna okkar og láttu okkur endilega vita hvað þér finnst um hana. Við þiggjum allt hrós og tökum ábendingum um hvað betur mætti fara, fagnandi.

Dans & Jóga kveðja, Jói og Thea

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *