Opnir tímar á haustönn 2019

ÞAÐ ERU 21 OPNIR TÍMAR Í HVERRI VIKU Á STUNDARSKRÁNNI OKKAR HAUSTIÐ 2019

Zumba er í boði 6 sinnum í viku !
Á mánudögum kl. 19 með Ísabellu Rós.
Á þriðjudögum í hádeginu með Jóa
Miðvikudaga kl. 19 með Jóa og Theu
Á föstudögum í hádeginu með Jóa
Laugardaga kl. 11 með Jóa og Theu
Sunnudaga kl. 12 með Ísabellu Rós.
Heiða kennir líka og tekur oft og reglulega einhvern þessara tima.

STRONG by Zumba verður tvisvar í viku í tveimur sex vikna lotum á haustönninni.
Ísabella Rós kennir þessa tíma kl. 17:20 á þriðjudögum og fimmtudögum.
27. og 29. ágúst verða ókeypis kynningartímar.
Frá 3. september – 10. október er fyrri lotan og frá 22. október – 28. nóvember er sú seinni.
STRONG by Zumba eru opnir tímar en einnig er hægt að kaupa sem sér námskeið.
Athugið takmarkað framboð á plássi – skráið ykkur í alla tíma á vefsíðu okkar !

Jóga er á dagskránni 11 sinnum í viku í opnum tímum
Hatha jóga með Theu og Áslaugu á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:20, laugardögum kl. 9:30 og sunnudögum kl. 10:30.
Jóga í hádeginu á mánudögum og Jóga nidra í hádeginu á miðvikudögum.
Jóga Styrkur með Öbbu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:30.
Rólegt jóga með Maggý á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 hefst 10. september.
Mjúkt jóga með Petrínu á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:15, sérstaklega ætlað þeim sem vilja fara mjög mjúklega í æfingarnar og fá mikla slökun.
Hægt er að kaupa Mjúkt jóga sem sér námskeið en áskrifendur, klippikorta- og árskortshafar geta mætt í tímana.
Þessir tímar voru áður sérstaklega ætlaðir fólki með vefjagigt en eru nú öllum opnir.

Línudans með Jóa er í opnum tímum á þriðjudögum kl. 17:20 – 18:50.
Hverjum tíma er skipt upp í þrjár lotur. Fisléttir, léttir og erfiðir dansar. Allt ætlað lengra komnum.

Komdu í áskrift og taktu þér tíma til að mæta – þú veist hvað það gerir þér gott að koma oft og reglulega !

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *