Salir og herbergi til leigu

Við höfum til leigu 15 fermetra herbergi í Dans og Jóga Hjartastöðinni sem er frábært fyrir t.d. nuddara, jógakennara með einkatíma og jafnvel sem skrifstofa fyrir einyrkja, sálfræðing eða ráðgjafa. Herbergið er með góðri lofræstingu og glugga. Það er staðsett inn af afgreiðslu Dans og Jóga á annari hæð í Skútuvogi 13a. Þar eru næg bílastæði og þægileg aðkoma beint af Sæbraut. Engin lyfta er í húsinu.

Herbergið er tilbúið til leigu 1. janúar á kr. 100.000 á mánuði miðað við eins árs samning. Enginn virðisaukaskattur leggst á leigufjárhæðina.

Í Dans og Jóga Hjartastöðinni eru 2 glæsilegir salir. 100 fermetrar með dúk á gólfi, litlu sviði og góðum hljómtækjum og 170 fermetrar með parket gólfi, stóru sviði og góðum hljómtækjum. Báðir þessi salir eru til leigu í eina eða fleiri klukkustundir á ýmsum tímum í hverri viku. T.d. er stærri salurinn laus öll fimmtudags, laugardags og sunnudagskvöld.

Leiguverð fer eftir fjölda skipta sem samið eru um en lágmarks leiga er ein klukkustund í stóra salnum fyrir kr. 7.500 og ein klukkustund í minni salnum fyrir kr. 5.500.

Hafið samband og bókið tíma til að koma og skoða og ræða möguleikana.

Sendið póst á joi@dansogjoga.is eða hringið í síma 862 4445

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *