Ashtanga og Pranayama með Summer Dien 19. og 20. október

kr. 9.900kr. 15.900

Summer Dien jógakennari er einstaklega fær og gefandi og hún ferðast um heiminn og heldur jóga námskeið með áhugasömu fólki.

Hún verður í Dans & Jóga Hjartastöðinni laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. október 2019 með tvö þriggja klukkutíma námskeið. Á laugardeginum kennir hún Ashtanga yoga en á sunnudeginum kennir hún Pranayama hugleiðslu og endurnærandi yoga. Öll helgin hentar byrjendum og stutt og lengra komnum yoga iðkendum. Báða dagana stendur námskeiðið yfir kl. 13 – 16.

 Ath takmarkaður fjöldi plássa í boði !

Ashtanga jóga eru öflug og líkamlega krefjandi jóga æfingar sem fylgja vissum jóga stöðum í ákveðinni röð. Andardrátturinn og hreyfingarnar eru samstilltar við hreyfingarnar í fallegum hugleiðslu dansi.

Í Pranayama hugleiðslu og endurnærandi yoga byrjar Summer á að leiða okkur inní íhugun um þakklæti og fyrirgefningu og síðan er farið í gegnum læknandi pranayama æfingar sem hjálpa við að koma ró á taugakerfið. Í Asana er farið djúpt og mjúklega í heilandi endurnýjun í fallegu flæði.

Við mælum með því að þú gefir þér einstaka gjöf og kaupir báða dagana en einnig er hægt að kaupa hvorn daginn fyrir sig.

Áskrifendur og árskortshafar hjá Dans & Jóga fá 15% afslátt. Afsláttarkóðinn er : askrift15

Clear
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

SVARTUR FÖSTUDAGUR Dismiss