Bandvefslosun – Virk endurheimt sem hjálpar þér að undirbúa líkamann fyrir átök og flýtir fyrir endurheimt.
Kennari er Hekla Guðmundsdóttir
Hún byrjaði að stunda sjálfsnudd / bandvefslosun árið 2014 og fann mikinn mun og tók fljótlega þá ákvörðun að hún vildi vinna við kennslu og tók réttindi sem Foam Flex kennari 2017. Hekla er með réttindi til einkaþjálfunar frrá 2018 og útskrifaðist í lok nóvember 2019 sem The Roll Model method Practitioner.
Hekla hefur kennt bandvefslosun og Foam flex í Sporthúsinu, hjá Skvassfélagi Reykjavíkur og víðar við góðan orðstír og nemendur hennar hafa náð frábærum árangri.
Í Dans og jóga Hjartastöðinni býður Hekla upp á þetta og fleiri námskeið haust, vetur og vor auk þess að vera með opinn tíma á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:10. Eininig býður Hekla upp á einkatíma í bandvefslosun og ýmiskonar ráðgjöf og hefur til sölu bolta og fleira sem nýtist í æfingarnar heima við eða hvar sem er.
Sigrún Alda skrifar: “Að skrá mig á námskeið hjá Heklu var klárlega eitt það besta sem ég hef gert fyrir mig. Ég hef ekki kynnst kennara eða þjálfara sem hefur eins mikinn metnað og hefur eins mikla umhyggju fyrir sínum nemendum eins og Hekla. Ég mæli því hundrad prósent med bandvefslosun hjá Heklu fyrir alla sem vilja líða betur í sínum líkama. Hjá mér fann ég mikinn mun á bólgum og stífleika. Námskeiðin eru mög vel upp sett og enda alltaf á slökun. Þetta er því klárlega dekurstund fyrir líkamann og frábært að eiga sinn tíma einu sinni í viku í slíkt dekur.„
Eygló Pálsdóttir skrifar: “Besti kennarinn með góðu róddina og nærveruna. Æfingarnar eru alveg að skila sér i liðleika og velliðan eftir timana. Takk Takk 💖💕„
Birna Sigfúsdóttir skrifar: “Þetta eru dásamlegir tímar, eins nálagt því og að fara í alvöru nuddtíma og hægt er. Líkami okkar er svo þess virði að við lærum svona sjálfsnudd. Mæli 100% með þessu„
Sigríður Guðmundsdóttir skrifar: “Ég hef prufað ýmislegt mér til heilsubótar í gegnum lífið. Oftast hef ég ekki fundið mig í þeim áskorunum eða hreinlega verið látin hætta þar sem ég hef bara versnað til heilsunnar. Eftir að ég byrjaði í Bandvefslosun hjá henni Heklu hef ég aldrei litið á klukkuna og hugsað um það hvenær tíminn sé eiginlega búinn, ég hef ekki fundið fyrir löngun til að „skrópa“ í tímana og alveg sama hversu slæm ég er af verkjum og/eða hversu þreytt ég er þegar ég mæti í tíma þá er ég alltaf betri af verkjunum og hressari eftir hvern „