Danspartý með Skoppu og Skrítlu
Frábær jólagjöf – við sendum þér gjafabréf til útprentunar!
Kauptu námskeið og settu í athugasemd að þú viljir fá gjafabréf – láttu nafn barnsins fylgja með !
Bjóddu þínu barni einstaka upplifun. Að vera með uppáhaldsvinkonum sínum úr sjónvarpinu og leikhúsinu í dansi, söng og leik.
Mætt laugardag og sunnudag í tvö dásamleg, 50 mínútna danspartý.
Næsta námskeið :
3. og 4. febrúar 2024
- kl. 13:30 fyrir 3-6 ára
- kl. 14:30 fyrir 1-2 ára
Ef dagsetningarnar sem í boði eru henta alls ekki þá er velkomið að skrá á biðlista og við bjóðum í uppselda tíma ef forföll verða
Smelltu hér til að skrá á biðlista
Nú geta börn komið og dansað og sungið með vinkonum sínum öll uppáhalds lögin og uppgötvað töfrana úr leikhúsinu.
Yngstu börnin, 1- 2 ára taka virkan þátt ásamt einu foreldri sem fylgir hverju barni allan tímann. ATH. aðeins einn fullorðinn með hverju barni !
3-6 ára halda sjálfstæð á vit ævintýranna og foreldrar og forráðamenn bíða frammi á meðan tíminn er.
Einstakt tækifæri fyrir barnið að kynnast vinkonum sínum úr sjónvarpinu á persónulegan hátt.
Komi upp: Vara ekki til á lager, þá þýðir það að uppselt sé á námskeiðið
ATH að setja nafn barns í í reitinn Additional information
Helgar-námskeið. Hvor tími er 50 mínútur.
Við veitum systkinaafslátt – notið þann afsláttarkóða sem við á. Afsláttarkóði er sleginn inn í þar til gerðan glugga þegar gengið er frá kaupunum. Athugið að smella líka á: „virkja afsláttarkóða”
2 börn 10% – afsláttarkóði: systkina10
3 börn 15% – afsláttarkóði: systkina15
Athugið að velja vel þá dagsetningu og þann tíma sem hentar sem best – vegna mikillar aðsóknar getur verið erfitt að breyta.