Endurnærandi pop up tími með Heklu og Hildi
👉 Sunnudaginn 15. október 2023 kl.12:00 – 14:00
Hildur byrjar á að leiða stutt jógaflæði sem hitar og liðkar líkamann. Eftir það tekur Hekla boltann – bókstaflega – og við tekur bandvefslosun þar sem líkamanum er gefið nudd með mismunandi boltum. Eftir stutta pásu höldum við svo áfram inn í langa og endurnærandi jóga nidra djúpslökun sem Hildur mun leiða.
Hekla er með sérhæfingu í bandvefslosun og kennsluréttindi í jóga nidra og yin jóga.
Hún byrjaði að stunda bandvefslosun árið 2014 og fann strax hvað æfingarnar gerðu henni gott en Hekla hafði verið heima í 14 ár eftir slys sem hún lenti í.
Hildur Rut er jógakennari og jóga nidra leiðbeinandi. Hún er einnig með kennararéttindi í yin jóga og bandvefslosun sem hún tók hjá Heklu nú í haust.
Hildur hefur starfað á eigin vegum undir merki sínu Jóga til Þín @jogatilthin síðastliðin 2 ár og síðan í september hefur hún aðeins komið inn í afleysingar hjá Dans og Jóga