Endurnærandi pop up tími

kr. 5.000

Endurnærandi pop up tími með Heklu og Hildi

👉 Sunnudaginn 15. október 2023 kl.12:00 – 14:00 

Gefðu þér tíma fyrir þig og komdu í endurnærandi pop-up tíma hjá Heklu og Hildi.

Hildur byrjar á að leiða stutt jógaflæði sem hitar og liðkar líkamann. Eftir það tekur Hekla boltann – bókstaflega – og við tekur bandvefslosun þar sem líkamanum er gefið nudd með mismunandi boltum. Eftir stutta pásu höldum við svo áfram inn í langa og endurnærandi jóga nidra djúpslökun sem Hildur mun leiða.

Allur búnaður er á staðnum en gott er að mæta með vatnsbrúsa.

Á lager