Gong slökun

kr. 2.900

GONG – láttu tóna gongsins leiða þig í djúpa slökun

Föstudagskvöldið 13. september kl. 20:00

 Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir jógakennari hefur sérhæft sig í Gong og kemur nú í Dans og Jóga Hjartastöðina með þennan flotta viðburð.

Gong hugleiðsla, stundum kölluð gong bað vegna þess að þátttakendur eru „baðaðir“ í hljóðbylgjum, er forn aðferð sem lengi hefur verið notuð til heilunar. Með hljóðum og bygjum gongsins hverfur allt sem er óþarft í huga og líkama.
Hljóðmeðferð hefur lengi verið notuð til að hafa áhrif á heilbrigði og byggist á að frumur líkama okkar titra á mismunandi tíðni. Streita, þunglyndi og sjúkdómar geta jafnvel orsakast vegna þess að líffæri í líkamanum titra á óheppilegri tíðni.

Komdu í þægilegum fötum og ef þú átt eitthvað til að leggja yfir augun er það ekki verra. Tíminn hefst á upphitun með léttum jógaæfingum og hugleiðslu. Síðan tekur gongslökunin við í 30-40 mínútur. Í slökuninni lætur þú fara vel um þig og mögulega munu tónar gongsins opna nýja vídd innra með þér…
- Og jafnvel aðgang að stað sem er dýpra innra með þér en hugurinn og mannleg heyrn geta náð.

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir er kundalini jóga kennari og hefur sótt fimm námskeið í gongspilun; hið fyrsta árið 2015 hjá Siri Gobal Singh, þrjú árið 2017 hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur og Charlotte Bom og þrjú hjá gongsnillingnum Mehtab Benton árið 2018.

Áskrifendur Dans og Jóga Hjartastöðvarinnar fá 50% afslátt af Gong slökun – afsláttarkóðinn er : askrift50

SVARTUR FÖSTUDAGUR Dismiss