Grunn námskeið í jóga fyrir 50 ára og eldri

kr. 14.900

✨ 4 VIKUR – HEFST 14. JÚNÍ ✨
🌱 Kennari er Anna Dís Ægisdóttir

Seinnipartinn á mánudögum og fimmtudögum kl. 17 – 18.

14. júní – 12 júlí 2021

Átta skipti og hver tími er 60 mínútur. Enginn tími verður 17. júní og því verður síðasti tíminn mánudaginn 12. júlí.

Tímarnir eru rólegir og nærandi. Farið verður hægt inn í hverja stöðu fyrir sig og lítið um skiptingar frá gólfi í standandi stöðu. Tímarnir henta þeim sem vilja breyta um umhverfi, læra eitthvað nýtt og hlúa að líkama og sál. Áhersla er lögð á djúpar teygjur, öndun, núvitund og jafnvægi. Við ætlum að einbeita okkur að því að hreyfa hrygginn, opna axlarsvæði og mjaðmir og styrkja hné og úlnliði. Í lok hvers tíma er svo slökun og stutt hugleiðsla, auk þess er lögð rík áhersla á djúpa öndun og öndunaræfingar.

Við hvetjum alla til að kaupa hjá okkur jóga dýnu en annars eru dýnur, teppi og púðar á staðnum.

Á lager

Flokkar: ,