Jóga fyrir karlmenn

kr. 17.900kr. 32.900

Karlar eiga hiklaust að stunda jóga.

Sér tímar fyrir karla í jóga hefjast 12. september 2019 í Dans & Jóga Hjartastöðinni í Skútuvogi 13a.

Meðvituð öndun, teygjur, styrkjandi stöður, slökun og tenging við sjálfan sig er meðal þess sem allir fá útúr því að stunda jóga með leiðsögn frá góðum kennara. Jóga bætir líkamlega og andlega heilsu og styrkir samband karla við makann, börnin, vinnufélagana, vinina og sjálfan sig.

Tímarnir eru lokaðir og aðeins fyrir karlmenn.

Hægt er að kaupa:
7 vikna námskeið frá 12. sept – 24. okt 2019 á kr. 17.900
7 vikna námskeið frá 31. okt – 12. des 2019 á kr. 17.900
14 vikna námskeið frá 12. sept – 12. des 2019 og fá 10% afslátt og greiða kr. 32.900

Með korti í Jóga fyrir Karlmenn fá karlar frían aðgang að ÖLLUM opnum tímum á stundarskrá Dans & Jóga

Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Abba, hefur kennt jóga og líkamsrækt um árabil. Hún hefur mikla og góða reynslu og fær strákana til að gera jóga að sínu. Engin keppni og enginn samanburður. Bara hlutir sem skipta máli.

 

 

Clear
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

SVARTUR FÖSTUDAGUR Dismiss