Jóga fyrir karlmenn

kr. 22.900kr. 38.700

Jóga fyrir karlmenn

Fyrir liðuga karla og stirða stráka – allir með!

Sér tímar fyrir karla í jóga í Dans & Jóga Hjartastöðinni í Skútuvogi 13a.

Næsta námskeið – 14 skipti á vorönn 2024 á fimmtudögum kl. 18:30 frá 11. janúar – 18. apríl 

Einnig er í boði að kaupa 7 skipti hvort sem er fyrri hluta námskeiðsins (11. janúar – 22. febrúar) eða seinni hluta (29. febrúar – 18. apríl)

Meðvituð öndun, teygjur, ýmist styrkjandi eða mýkjandi stöður, bandvefsnudd og slökun er það sem þú munt fá út úr þessum tímum. Með iðkun jóga nærir þú og styrkir tenginguna við eigin líkama og sál. Hildur Rut og Hekla munu leiða tímana.

Hildur Rut heldur áfram að taka á móti ykkur og býður ykkur upp á fjölbreytta tíma. Hún er jóga, yin jóga og jóga nidra kennari. Hildur Rut hefur kennt jóga á eigin vegum undir merki sínu Jóga til Þín við góður undirtektir og hefur frá því síðasta haust kennt jóga í Hjartastöðinni.

Hekla hefur kennt í Hjartastöðinni síðan 2019 og hafa nemendur hennar náð góðum árangri. Hún þróaði sitt eigið kerfi í Bandvefslosun sem kallast Body Reroll en er einnig yin jóga og jóga nidra kennari.

 

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,