Jóga Nidra djúpslökunar námskeið

kr. 17.900

Auktu styrk þinn með heilandi slökunartækni á frábæru 4 vikna námskeiði á sunnudagskvöldum kl. 19 – 21

Námskeiðið hefst 1. mars og því lýkur 22. mars.

Kennari er Arna Rín

Um námskeiðið:
Þú lærir að slaka á ‘‘öldum‘‘ hugans og ekyur styrk þinn með aldagamalli hugleiðsluaðferð sem er byggð á svefni. Notast er við mjúkar líkamsæfingar, öndunaræfingar og meðvitundaæfingar í leiddri slökun sem færir okkur á heilandi svið líkamans handan hugans.
Slökunartæknin kallast Jóga Nidra og er hönnuð til þess að hjálpa okkur að ferðast í djúpt svið slökunnar handan hugans þar sem við getum endurforritað samband okkar við kvíða, stress, þreytu og vanafestu, eða því sem við viljum breyta og styrkja.
Ávinningur þess að tileinka sér þessa hugleiðsluaðferð:
– Eykur orkuna okkar.
– Opnar fyrir heilandi eiginleika líkamans með því að fjarlægjast hugsanir, líkt og í svefni.
– Þessi iðkun er aðgengileg fyrir alla, bæði heiman frá og í jógasalnum.
Stígum upp úr því sem hindrar vöxt okkar og blómstrum í okkar fyllsta styrk með aldagamalli, heilandi djúpslökunartækni.
Jóga nidra er djúpslökunartækni þar sem við lærum að gera minna, slaka meira og beina orkunni okkar í þá átt sem við viljum vaxa.
Námskeiðið er samsetning af fræðslu, leiðbeinslu í djúpslökun og sjálfsvinnu.
Ekki er þörf á neinni fyrri jóga þekkingu eða getu til þess að gera erfiðar líkamlegar hreyfingar þar sem við notumst einungis við mjúkar hreyfingar og liggjandi stöðu. (Hægt er að fá stóla ef þörf er á)
Yfirlit námskeiðs:
Vika 1:  Hvað er Jóga Nidra og hvernig getum við nýtt það í daglegu amstri. Lærum að hvíla sem vitni eigins hugsanna. (resting in awareness).
Vika 2: Samband okkar við hugsanir.
Hvað er orkuleki? Beinum orkunni okkar þangað sem við viljum styrkja.
Vika 3: Ótti, efi og vani. Hvar liggja munstrin mín?
Lærum að þekkja muninn á milli markmiða og ásetninga.
Vika 4: Jóga Nidra sem ferðafélagi í gegnum lífsins ferðalag. Þakklæti og óskilyrt ást (æðsta bænin). Fylltu á bollann þinn fyrst.
Hluti af námskeiðinu eru heimaiðkun þar sem þátttakandi fær upptökur að djúpslökunar leiðbeinslu sem óskað er eftir að hann hlusti á einu sinni á dag ásamt sjálfsvinnu á námskeiðsdögum.
Óskað er eftir að iðkandi hafi meðferðis stílabók/skrifblokk ásamt skriffærum út námskeiðið.

Á lager

Flokkar: ,