Jóga og dansgleði fyrir 65+

kr. 22.900

Dans, jóga, söngur, umræður, kaffi og te stund

100 mínútur af hamingju tvisvar í viku

Markmið námskeiðsins eru meiri léttleiki, betra jafnvægi, vaxandi styrkur, aukið úthald og góður félagsskapur. 

Innifalið er fjör fyrir kroppinn, upplyfting fyrir andann og hressing fyrir sálina. 

Ókeypis kynningartími í boði miðvikudaginn 16. september kl. 10 – skráning hér: https://www.dansogjoga.is/timar/

Kennarar eru m.a. : Jóhann Örn Ólafsson, Theódóra Sæmundsdóttir og Aðalbjörg ABBA Hafsteinsdóttir

Fyrsta 7 vikna námskeið er mánudaga og miðvikudaga kl. 10 frá 21. september 2020.

Mætt er tvisvar í viku í glæsilegt húsnæði Dans & Jóga. Hver tími er 100 mínútur sem eru nýttar vel með það markmið að allir séu í fjöri og betra formi. 

Tímarnir hefjast á því að sest er niður með drykk, vatn, te eða kaffi og spjallað saman. Ákveðið umræðuefni er í hverjum tíma og aðeins rætt á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. Því næst eru gerðar jóga og öndunar æfingar í um 20 mínútur með tilheyrandi teygjum til að hita upp líkamann og koma jafnvægi á hugann. Jóga æfingarnar henta öllum enda gerðar standandi eða á stól. Næst er farið að dansa. Skemmtilegir og mjög einfaldir dansar eftir skemmtilegri tónlist. Hópurinn dreifir sér um gólfið og kennarinn leiðir dansinn áfram með einföldum fyrirmælum og bendingum. Engin þörf er á sérstakri danskunnáttu til að taka þátt en vissulega mun öllum fara mikið fram í dansfimi því dansað er viðstöðulítið í 20 – 25 mínútur. Eftir dansinn er sest niður og þá hefst samsöngur. Valin eru skemmtileg lög sem allir kannast við og hver syngur með sínu nefi. Tíminn endar svo á því að gerðar eru nokkrar jógaæfingar með áherslu á góða slökun. Að síðustu er fyllt á drykkjarmál, fólk spjallar saman og heldur svo út í daginn.

Clear
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,