
Mér fannst eitt það besta við að verða ólétt í annað sinn að þá kæmist ég aftur á dýnuna
„Ég á þrjú börn og hef verið svo heppin að fara með þau öll í meðgöngujóga og mömmujóga hjá Maggý…Það er svo frábært að geta farið í Hjartastöðina og finna þar allt, meðgöngujóga, mömmujóga, almennt jóga og svo Zumba„
Ragnheiður Kristinsdóttir – www.dansogjoga.is/blogg-ragnheidur/

Dásamlegir tímar, frábærir og ráðagóðir kennarar, fyrirmyndaraðstaða og gott andrúmsloft
„Tímarnir í meðgöngujó
Ásdís Geirsdóttir – www.ynjur.is
Gæðastund fyrir verðandi móður í Dans & Jóga Hjartastöðinni.
Í meðgöngujóga nær konan dýpri tengingu í gegnum fullkomna öndun. Tengingu við innri vitund sem þekkir meðgönguferlið svo vel. Með jóga ástundun eykst sjálfstraustið og konan öðlast tilfinningu fyrir að hafa stjórn og bera ábyrgð á sinni meðgöngu og fæðingu. Verðandi móðir gefur sjálfri sér, meðgöngunni og barninu fulla athygli. Því hver meðganga og fæðing er einstök upplifun.
Í tímunum myndum við lítið samfélag þar sem konurnar deila reynslu sinni og upplifun meðgöngunnar.
Í jógatímum er notast við kubba og bolta sem auðveldar konunni æfingarnar. Þar lærir hún ennfremur að dýpka öndunina (haföndun) sem færir henni öryggi, sveigjanleika og dýpri slökun.
Flestar konur byrja í meðgöngujóga á 16.- 20. viku. Gott er að leyfa þreytu- og/eða flökurleikatímabilinu að líða hjá.
Í tímunum er best að vera í mjúkum og þægilegum fötum, ekki er þörf á skóm.
ATH. Þar sem áhersla er lögð á öndun í tímunum er mikilvægt að vera ekki nýbúin að spreyja á sig ilmvatni!
Innifalið í verðinu er 10 tíma klippikort í opna tíma í Zumba, STRONG, línudansi og jóga á stundarskrá Dans & Jóga. Kortið er virkt sömu 6 vikur og námskeiðið stendur yfir.
Kennari í Meðgöngujóga er Bryndís Ólafsdóttir.
DEILDU Á FACEBOOK OG LÁTTU VERÐANDI MÆÐUR VITA :