
Mér fannst eitt það besta við að verða ólétt í annað sinn að þá kæmist ég aftur á dýnuna
„Ég á þrjú börn og hef verið svo heppin að fara með þau öll í meðgöngujóga og mömmujóga hjá Maggý…Það er svo frábært að geta farið í Hjartastöðina og finna þar allt, meðgöngujóga, mömmujóga, almennt jóga og svo Zumba“
Ragnheiður Kristinsdóttir – www.dansogjoga.is/blogg-ragnheidur/

Dásamlegir tímar, frábærir og ráðagóðir kennarar, fyrirmyndaraðstaða og gott andrúmsloft
„Tímarnir í meðgöngujó
Ásdís Geirsdóttir – www.ynjur.is
Gæðastund fyrir verðandi móður í Dans & Jóga Hjartastöðinni.
Í meðgöngujóga nær konan dýpri tengingu í gegnum fullkomna öndun. Tengingu við innri vitund sem þekkir meðgönguferlið svo vel. Með jóga ástundun eykst sjálfstraustið og konan öðlast tilfinningu fyrir að hafa stjórn og bera ábyrgð á sinni meðgöngu og fæðingu. Verðandi móðir gefur sjálfri sér, meðgöngunni og barninu fulla athygli. Því hver meðganga og fæðing er einstök upplifun.
Í tímunum myndum við lítið samfélag þar sem konurnar deila reynslu sinni og upplifun meðgöngunnar.
Í jógatímum er notast við kubba og bolta sem auðveldar konunni æfingarnar. Þar lærir hún ennfremur að dýpka öndunina (haföndun) sem færir henni öryggi, sveigjanleika og dýpri slökun.
Flestar konur byrja í meðgöngujóga á 16.- 20. viku. Gott er að leyfa þreytu- og/eða flökurleikatímabilinu að líða hjá.
Í tímunum er best að vera í mjúkum og þægilegum fötum, ekki er þörf á skóm.
ATH. Þar sem áhersla er lögð á öndun í tímunum er mikilvægt að vera ekki nýbúin að spreyja á sig ilmvatni!
Innifalið í námskeiðinu er:
- Meðgöngujógatímar kl. 17:20 á mánudögum og miðvikudögum
- 6 opnir jógatímar á stundaskrá meðan á námskeiðinu stendur
- 6 opnir Zumba tímar á stundaskrá meðan á námskeiðinu stendur
Þegar barnið er komið í heiminn vill það halda áfram að koma með mömmu í Dans & Jóga Hjartastöðina og þá erum við með námskeið Mömmujóga.

Mömmujóga er einstök leið fyrir móður og barn til að eiga gæðastund saman tvisvar í viku.
Gott er að byrja þegar barnið er 6 – 8 vikna, hægt er að stunda mömmujóga þar til barnið er farið að hreyfa sig úr stað. Tímarnir eru hugsaðir fyrir móðurina en börnin fá líka sína athygli. Frábærir kennarar, yndislegt umhverfi, dásamleg tónlist og góður félagsskapur. Í tímunum er lögð áhersla á kvið og grindarbotn, styrkjandi jógastöður, teygjur og slökun. Það tekur líkamann 6 – 12 mánuði að ganga til baka eftir barnsburð.
Kennarar í Meðgöngujóga eru Maggý, Bryndís og Thea.
Maggý hefur um árabil rekið Yoga með Maggý en gekk um áramótin 2017/2018 til liðs við Dans og Jóga. Bryndís og Thea hafa verið samferða í jóga frá því þær kynntust í meðgöngu jóga hjá Auði Bjarnadóttur.
DEILDU Á FACEBOOK OG LÁTTU VERÐANDI MÆÐUR VITA :