Gæðastund móður og barns í Dans & Jóga Hjartastöðinni.
Í tímunum er lögð áhersla á jógaæfingar fyrir kvið og grindarbotn, styrkjandi jógastöður, teygjur og slökun. Það tekur líkamann 6 – 12 mánuði að ganga til baka eftir barnsburð.
Á námskeiðinu eru ýmsar skemmtilegar uppákomur
- Kósí stund og nudd- móðirin nuddar barnið
- Innifalið í verðinu er 10 tíma klippikort í opna tíma í Zumba, STRONG, línudansi og jóga á stundarskrá Dans & Jóga (barnlaus). Kortið er virkt sömu 6 vikur og námskeiðið stendur yfir.
- Pálínuboð í lok námskeiðs

Fór með öll börnin þrjú í mömmujóga eftir að hafa verið í meðgöngujóga líka
Það var svo dásamlegt að fara í mömmujóga eftir að hafa verið í meðgöngujóga. Að halda áfram með æfingarnar og samveran með öðrum konum til að deila reynslu. Var með fyrsta barnið þar til hún var 9 mánaða og þá langaði mig ekkert að hætta… en sem betur fer varð ég fljótt ólétt aftur 🙂
Hún hefur farið meðgöngu- og mömmujóga með öll þrjú börnin sín og stundað jóga, dans og Zumba