Samkvæmisdans framhaldsnámskeið fyrir byrjendur er skemmtilegt, gagnlegt og gefandi. Sannkölluð gæðastund sem dýpkar og kryddar öll sambönd.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa tekið eitt byrjendanámskeið eða meira. Hvort sem það er langt eða stutt síðan síðasta námskeið var tekið. Kennd verða fleiri spor í Cha cha cha, Vals, Jive og Foxtrot. Einnig verður farið yfir grunnsporin í Salsa og Rúmbu.