Zumba námskeið fyrir byrjendur er frábært fyrir þá sem langar að læra grunninn vel hvort sem þú hefur stundað Zumba áður eða ekki. Þar sem Zumba partýin eru ekki hefðbundin danskennsla þá er þetta tilvalið fyrir þá sem vilja fara aðeins hægar yfir helstu sporin og fara svo full sjálfstrausts í Zumba partýin.
Innifalið í Zumba námskeiði fyrir byrjendur eru tveir 40 mínútna tímar þar sem farið er í grunninn. Ásamt því að þú getur mætt í alla opna Zumba tíma í tvær vikur. Við hvetjum þig til að mæta í sem flesta Zumba tíma á meðan á námskeiðinu stendur.
Zumba er frábær líkamsrækt fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hlusta á og hreyfa sig við góða tónlist. Það er svo mikil stemning í Zumba að þér líður ekki eins og þú sért í líkamsrækt heldur líður þér eins og þú sért í geggjuðu partýi.
Í Zumba er spiluð fjölbreytt tónlist svo við munum dansa Salsa, Merengue, Reggeton, Cumbia, Bachata svo eitthvað sé nefnt.
Það að stunda Zumba reglulega hefur fjölmarga kosti:
💜 Bætir hjartaheilsu
💜 Dregur úr streitu
💜 Bætir samhæfingu
💜 Gerir þig hamingjusamari
💜 Tónar líkamann
💜 Bætir þol
💜 Hentar öllum og á öllum aldri
Zumba er líka ávanabindandi þannig að þig langar að mæta, þér finnst það ekki vera kvöð að mæta því þig virkilega langar að mæta og taka vel á því. Þess vegna er þetta svo frábær líkamsrækt því þér finnst skemmtilegt að mæta. Svo er einnig frábær stemning og andrúmsloft í Dans og jóga Hjartastöðinni svo þú munt kynnast fullt af frábæru fólki í leiðinni.
Í hverri viku eru 5 opin Zumba partý á dagskránni í Hjartastöðinni – hægt er að skrá sig í þau hér