Við söfnum fé á Karolina fund til að draumurinn rætist í haust

Við söfnum peningum á Karolina fund og stefnum á að opna nýtt stúdíó í Ármúla 27 í haust.

Ætlunin er að opna sannkallaða hjartastöð þar sem fólk á öllum aldri getur komið til að rækta líkama sinn, huga og sál með dansi og jóga. Verkefnið er í raun þáttur í heilsueflingu á íslandi því það er sannað mál að ástundun dans og jóga eykur á andlegt og líkamlegt heilbrigði

Stefnan er að taka á leigu húsnæði í Ármúla 27 en til að opna þar dans & jóga stúdíó þarf fyrirtækið afla 10-15 milljónum til að innrétta og kaupa öll tæki og tól.

Söfnunin á Karolina fund miðar að því að safna 2,6 milljónum sem myndu nýtast vel til að koma verkefninu af stað. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta valið um nokkrar upphæðir. Lægsta upphæðin 20 evrur er almennur styrkur en með hæstu upphæðinni 2000 evrum, fær viðkomandi árskort í stöðina, sérmkerkta fjöl á dansgólfinu með sínu nafni, drykkjarflösku og bol og boð í opnunarpartý stöðvarinnar.

Við finnum fyrir miklum meðbyr með verkefninu og könnunin sem við gerðum síðast liðið vor gaf okkur frábæra útkomu og því var ákveðið af kýla á verkefnið.

Allir sem vilja leggja okkur lið geta gert tvennt :

Ef einhverjum finnst flókið að taka þátt í söfnun á Karolina fund þá er velkomið að hafa samband í síma 8624445 og við aðstoðum  🙂

Screen Shot 2017-07-07 at 11.39.38
Það er einfalt að leggja verkefninu lið á Karolina fund