Við uppfærum Zumba í Valsheimilinu

Zumba (556 of 718)Zumba partýin okkar verða framvegis öll í danssölunum á efri hæðinni í Valsheimilinu.

Við kveðjum Gamla íþróttasalinn og færum okkur upp þar sem Zumba byrjaði fyrir 5 árum síðan.

Fyrir þessu eru nokkrar góðar ástæður :

 • Öll danskennsla okkar er þá á sama stað.
 • Uppi er betra og hreinna dansgólf sem er ekki stamt og fer betur með okkur.
 • Uppi er betri loftræsting og hitinn í salnum er lægri en í Gamla salnum niðri.
 • Uppi er mun betri hljómburður með 4 stórum upphengdum hátölurum á veggjunum og mörgum minni í loftinu.
 • Uppi eru gluggar sem hleypa inn góðu lofti og birtu.
 • Uppi er mun betri lýsing og við getum stýrt henni eins og við viljum.
 • Við höfum meiri tíma uppi. Við þurfum minna að “róta” græjum og getum eytt meiri tíma til spjalla við nemedur okkar fyrir og eftir tíma.
 • Salirnir uppi “halda” betur utan um hópinn og stemningin verður ennþá betri.

Fólk er vanafast og því kunna að vakna upp spurningar og efasemdir. Hér eru nokkrar spurningar og svör :

 • Er nóg pláss fyrir allt þetta fólk  ?
  Já. Við höfum frábæra reynslu af þessum sölum og getum hæglega tekið á móti 120 manns. Að meðaltali mæta milli 70 og 80 manns í hvert partý svo það verður nóg pláss.
 • Er aðstaða til að skipta um föt og fara í sturtu ?
  Já. Við höfum ennþá aðgang að klefum 10 og 11 niðri og getum nýtt þá aðstöðu.
 • Er gólfið jafn stamt og niðri ?
  Nei. Gólfið uppi er nýpússað og lakkað parket og reyndar er vissara að velja vel skó svo það sé ekki of hált.
 • Verða kennarnarnir ennþá uppi á pöllum ?
  Já. Sviðið okkar flytur með okkur upp og við kennum uppi á því.
 • Breytast tímasetningar ?
  Nei. Partýin eru áfram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15 og á laugardagsmorgnum kl. 11.
 • Hvar er gengið inn í salina ?
  Þegar komið er inn í Valsheimilið er farið upp stigann sem blasir við og uppi er beygt til vinstri og þar verðum við með móttöku og inngang í salina.

Við erum hæstánægð með þessa breytingu og hlökkum mikið til að halda Zumba partý á efri hæðinni í Valsheimilinu og vonum að allir verði okkur sammála. Jóga með Theu á laugardagsmorgnum kl. 9:45 verður einnig uppi og þátttakendur munu njóta þess enn betur.