Zumba dansarnir

Í klukkustundar löngu Zumba partýi eru spiluð 16-18 lög og þá er eins gott að við hvert lag sé til skemmtilegur dans.

Um allan heim er fólk að semja Zumba dansa. Dansarnir sem við dönsum í Hjartastöðinni koma alls staðar að en margir eru búnir til í Hjartastöðinni. Zumba fyrirtækið styður vel við alla sína kennara og í gagnagrunn fyrirtækisins geta íslenskir kennarar leitað eftir tónlist, dönsum og góðum hugmyndum. Í hverju Zumba partýi koma margir mismunandi taktar við sögu, Salsa, Merengue, Reggeaton, Cumbia, Cha cha cha, Samba, Jive, Rokk, Popp og margt margt fleira. Kúnstin er að setja saman fjölbreyttan og skemmtilegan lista fyrir hvert partý.

Um þessar mundir eru nýjustu lögin t.d. Reggeaton Lento, Better when I´m dancing, Suena El Dembow og fleiri og fleiri. En nýjasti dansinn er upphitunar dans við lag frá 2015 með Flo Rida sem heitir That´s what I like.