Zumba & Jóga á Albir 12.-19. júní 2015

albirVið bjóðum upp á frábæra ferð til Albir á Spáni 12. – 19. júní 2015 í samstarfi við Úrval Útsýn.

Jói og Thea eru fararstjórar í ferðinni og þau sjá um að leiða hópinn í skemmtilegum Zumba tímum og dásamlegum jóga tímum bæði á hótelinu og niðri við ströndina. Farið verður í skemmtilega gönguferð og hópurinn fer eitt kvöld saman út að borða. Dvalið er á fjögurra stjörnu Albir Playa Hotel & Spa Sundlaugargarðurinn við hótelið er yndislegur og þar er hægt að leggjast í sólbað og njóta lífsins. Á hótelinu er yndislegt Spa, fallegir matsalir og á flottum bar með stóru sviði eru haldnar skemmtanir á kvöldin.

Smelltu hér til að skoða hótelið á myndum.

Verð fyrir ferðina er frá kr. 163.700 á mann í tvíbýli. Verðið gæti hækkað þegar nær dregur en ræðst af verðlagningu flugfélagsins Primer air. Takmarkað framboð plássa er í ferðina og um að gera að drífa sig í að bóka áður en fyllist eða verðið hækkar.

Jói og Thea hafa margra ára reynslu af farastjórn í svona ferðum og ferðin í ár er sú fjórða með Zumba og Jóga en einnig hafa þau farið með hópa í Línudans og Jóga og samkvæmisdansa.

Þessi ferð er himnesk, gjörsamlega fullkomin í alla staði. Takk fyrir mig 🙂
Elfa B. Hreinsdóttir.

Þetta er búið að vera yndisleg ferð. Höfum aldrei farið í Zumba og jóga áður en ákváðum að skella okkur samt og sjáum sko ekki eftir því. Þvílík skemmtun, yndislegt fólk með okkur í ferðinni og ekki skemmir að Jói og Thea eru með.  Takk kærlega fyrir okkur 🙂
Sigríður Heiða SIgurðardóttir.

Elsku Thea og Jói
Lífið verður auðugra að kynnast fólki eins og ykkur. Thea og Jói eru frábært par sem kunna sitt fag. í Albir er yndislegt að vera og vonandi verðum við saman þar aftur 🙂
Bára Jóney Guðmundsdóttir.

Elsku Thea og Jói
Takk fyrir alla Zumba tímana bæði á íslandi og Spáni og ekki síst alla þá gleði sem þeir hafa veitt mér 🙂 Maður brosir stóru Zumba brosi með hjartanu eftir að hafa kynnst ykkur.
Takk fyrir að vera til.
Svava Skúladóttir

Yndisleg ferð í alla staði, ekki vissi ég að það væri svona sjúklega gaman í Zumba og afslappandi að fara í jóga. Geggjaðir kennarar og frábær hópur.
Eva Rún Barðadóttir

Hafdís og Manuel eru hjón sem fóru ásamt vinum í þessa ferð í júní 2014 og þeirra vitnisburð má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *