Zumba, línudans, samkvæmisdans og jóga tímar á netinu

Nú er mikilvægt að hreyfa sig, dansa, gera jóga og halda í gleðina.

Í samkomubanni bjóðum við upp á beinar útsendingar með Zumba, jóga, jóga nidra, línudansi og samkvæmisdönsumfrá Dans & Jóga Hjartastöð

Þú þarft að hafa góða nettengingu fyrir síma, iPad eða tölvu og pláss til að dansa eða gera jóga.

Þú skráir þig í tíma hér og þá færðu hlekk til að opna á útsendinguna. Ef þú tekur þátt þá setjum við nafnið þitt í kladdann og klippum af kortinu þínu hvort sem það áskriftar- árs- eða klippikort.

Tíminn fer fram í gegn um www.zoom.us . Það er nóg að opna Zoom í vafranum á tölvunni/símanum en það er líka hægt að hlaða appi niður og streyma í gegn um það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *