Zumba og Jóga – á Spáni

Það styttist í að glæsilegur hópur skelli sér til Albir á Spáni. Þar verður dvalið í heila viku frá 10. – 17. júní á glæsilegu Albir Playa Hotel . Jói og Thea eru fararstjórar í ferðinni og þau sjá um að leiða hópinn í skemmtilegum Zumba tímum og dásamlegum jóga tímum bæði á hótelinu og niðri við ströndina. Farið verður í skemmtilega gönguferð og hópurinn fer eitt kvöld saman út að borða. Sundlaugargarðurinn við hótelið er yndislegur og þar er hægt að leggjast í sólbað og njóta lífsins.

Í næsta nágrenni er listamannaþorpið Altea en þangað verður gengið fyrsta daginn. Þar má finna fallegt mannlíf, stórkostlegar listmunabúðir og dásamlega veitingastaði.

69182_albir-playa-hotel-and-spa_2_20100602_125856

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *