Zumba og jóga í júní og júlí í Hjartastöðinni

Allan júní og fram til 15. júlí bjóðum við upp á flotta dagskrá.

Alla mánudaga og miðvikudaga ( nema 17. júní ) er boðið upp á opna jóga tíma kl. 17:20 og Zumba partý kl. 19.

Jóga Nidra er í hádeginu á miðvikudögum kl. 12:10 og Zumba partý er í hádeginu kl. 12:10 á þriðjudögum og kl. 17:20 á fimmtudögum.

Planið var að loka á laugardögum en vegna góðrar aðsóknar bíðum við með það og höfum jóga og Zumba laugardaginn 13. júní og að minnsta kosti Zumba laugardaginn 20. júní.
Einnig kemur til greina að hafa laugardagstíma 27. júní.

  • Rólegt jóga með Maggý er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:15 til og með 16. júní
  • Jóga með Öbbu er á fimmtudögum til og með 18. júní
  • Línudansinn dunar alla þriðjudaga kl. 17:10 til og með 7. júlí.

Við hvetjum alla til að nýta sér vel þá tíma sem í boði eru og skrá sig í alla tíma. Skráningin er mikilvæg og tímar verða hugsanlega felldir niður ef skráningin er dræm.

Við förum í sumarfrí og lokum stöðinni frá og með 16. júlí en opnum svo á ný miðvikudaginn 5. ágúst með síðdegis jóga og Zumba partýi.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *