Zumba partýin hefjast á ný

Við mætum fersk eftir frábært sumarfrí og hlökkum til að dansa og jóga með þér. Það er kominn tími til að halda Zumba partý á ný, gera jóga og dansa línudans.

Fyrsta Zumba partý eftir sumarfrí var mánudaginn 8. ágúst. Til að byrja með verða partý tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:15.

Frá og með 23. ágúst bætast við dagskrána partý á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30.

Frá og með 10. september eru líka haldin partý á laugardagsmorgnum kl. 11.

Okkur er því mikil ánægja að kynna 5 Zumba partý á viku í allan vetur!

Stundarskráin okkar verður þá svona:

  • Mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15 frá og með 8. ágúst.
  • Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 frá og með 23. ágúst
  • Laugardaga kl. 11 frá og með 10. september

Okkur er einnig mikil ánægja að kynna nýtt starfsfólk í Zumba partýin okkar.

tinnaselfieTinna Rut Pétursdóttir starfaði um árabil hjá Dans & Jóga áður en hún flutti til Noregs þar sem hún lauk nýlega námi í arkítektúr. Hún er nú flutt heim aftur og hefur þegar náð sér í Zumba kennararéttindi og verður á pallinum hjá okkur framvegis.

Zumba (645 of 718)

 

 

Rodica Dinulescu Hjartar hefur dansað Zumba í Valsheimilinu frá því fyrstu partýin voru haldin árið 2010. Hún öðlaðist Zumba kennararéttindi síðastliðinn vetur og færir sig nú af gólfinu og upp á pallinn.

 

_GAS3290 copyThea, Jói, Hrafnhildur og Anna Sigrún verða svo auðvitað líka á sínum stað 🙂

Við hvetjum alla sem ætla að stunda Zumba af krafti næstu misseri að skoða vel árskortið okkar sem kostar kr. 119.900. Það gildir í öll Zumba partý sem eru á stundarskránni okkar og einnig í alla jóga tíma á stundarskrá sem eru þrisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:15 og á laugardögum kl. 9:45. Ef árskortið er keypt strax má ætla að það veiti aðgang að rúmlega 200 Zumba partýum og rúmlega 100 jóga tímum.

Árskortið fæst með 15% afslætti til 31. ágúst – Smelltu hér og kauptu þitt kort í dag

Við bjóðum áfram upp á 5, 10 og 20 tíma klippikort en hættum með 7 og 14 vikna námskeið. Hver tími er ódýrari eftir því sem kortið er stærra. Öll klippikort gilda í 3 mánuði.

Jóga með Theu hófst mánudaginn 15. ágúst og til að byrja með verða tímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:15. Laugardagstímarnir hefjast laugardaginn 10. september.

Línudansinn hófst mánudaginn 15. ágúst og til að byrja með verða tímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 með léttum línudönsum. Námskeið vetrarins hefjast svo mánudaginn 12. september en þá verður boðið upp á létta, erfiða og byrjenda danstíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *