Zumba Kids námskeið

Zumba Kids er dans- og líkamsræktarnámsskeið, sérsniðið að börnum.
Á námskeiðinu hjálpum við börnum á aldrinum 8-11 ára meðal annars að auka leiðtogahæfni, efla samhæfingu og hópavinnu með dans og leik á skemmtilegan máta. Alvöru Zumba tónlist í bland við vinsælustu tónlistina hverju sinni og frábær félagsskapur! Námskeiðið hentar strákum jafnt sem stelpum. 

 

Kennarar námsskeiðsins eru þær Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ísabella Rós Ingimundardóttir.

Guðrún kemur frá Hvammstanga og hefur réttindi til að kenna jóga, Zumba og Zumba Kids. Hún hefur mikið unnið með börnum, og þar má helst nefna frístund á Hvammstanga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.

Ísabella kemur frá Selfossi. Hún er með réttindi til að kenna Zumba, Zumba Kids og Strong by Zumba. Einnig hefur hún mikla reynslu á að vinna með börnum en þar má helst nefna að hún vann sem stuðningsfulltrúi og sá um frístund fyrir börn á aldrinum 6-10 ára á Borg í Grímsnesi síðastliðið ár.

Námskeiðið nær yfir 10 vikur, frá 25. september til 4. desember.

Dans og Jóga er með samning við Frístundakort Reykjavíkurborgar og hægt er að nýta frístundastyrkinn á móti þessu námskeiði.

Fríir kynningartímar verða þriðjudaginn 11. september og þriðjudaginn 18. september klukkan 16:20. Tímarnir eru 50 mínútur í senn. Gott er að koma með vatnsbrúsa með sér.

Þeir sem vilja boða komu sína í kynningartímann geta skráð sig í gegn um Facebook viðburðinn hér

 

    Skildu eftir svar

    Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *