Leiga á sal í eitt eða fleiri skipti
2 glæsilegir salir – Leiga með eða án þjónustu
Í Dans og jóga Hjartastöðinni er frábær aðstaða fyrir kennslu, fundi, fyrirlestra og ýmsar uppákomur.
Í aðstöðunni er hægt að hafa einn eða tvo fundarsali útbúna með sviði, hljómtækjum, hljóðnemum, tjaldi, skjávarpa og stólum.
Stærri salurinn er 170 fermetrar með parketi en sá minni er 100 fermetrar og þar er dúkur á gólfinu.
Í báðum sölum eru frábær hljómtæki og falleg lýsing.